Meistaradeildin hefst í dag: Eiður Smári var í þrennuliði Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2020 11:00 Eiður Smári Guðjohnsen með bikarinn með stóru eyrun. getty/Mike Egerton Meistaradeild Evrópu í fótbolta fer aftur af stað í dag þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Í síðustu upphitunargreininni fyrir Meistaradeildina rifjum við upp síðasta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen með Barcelona, þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina. Eiður var í þrjú tímabil hjá Barcelona, tvö undir stjórn Franks Rijkaard og eitt undir stjórn Peps Guardiola. Og tímabilið með Guardiola var eftirminnilegt í meira lagi. Eftir vonbrigðatímabil 2007-08 var Guardiola ráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, félagsins sem hann ólst upp hjá og lék stærstan hluta ferilsins með. Þetta var fyrsta tímabil Guardiolas sem þjálfari aðalliðs en hann hafði þjálfað B-lið Barcelona tímabilið 2007-08. Hann hreinsaði til hjá Barcelona og lét m.a. stórstjörnurnar Ronaldinho og Deco fara. Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni fór Barcelona á mikið flug og vann nítján af næstu 20 leikjum sínum. Börsungar komust á toppinn í 9. umferð og voru þar út tímabilið. Þeir hrósuðu einnig sigri í spænsku bikarkeppninni. Börsungum gekk líka allt í haginn í Meistaradeildinni. Þeir unnu C-riðil með þrettán stig og skoruðu átján mörk í leikjunum sex í riðlakeppninni. Eiður kom við sögu í þremur leikjum og var einu sinni í byrjunarliðinu í riðlakeppninni. Barcelona átti ekki í miklum vandræðum með að slá Lyon og Bayern München úr leik í sextán og átta liða úrslitunum. Öðru máli gengdi um gömlu félaga hans Eiðs í Chelsea sem Barcelona mætti í undanúrslitunum. Fyrri leiknum á Nývangi lyktaði með markalausu jafntefli. Michael Essien kom Chelsea yfir í seinni leiknum á Stamford Bridge strax á 9. mínútu. Hagur Chelsea vænkaðist enn frekar þegar Eric Abidal var rekinn af velli á 66. mínútu. Þrátt fyrir að vera marki undir og manni færri gáfust Börsungar ekki upp og Andrés Iniesta skoraði jöfnunarmark þeirra þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Chelsea-menn voru afar ósáttir við dómgæslu hins norska Toms Henning Øvrebø og töldu sig svikna um nokkrar vítaspyrnur. Didier Drogba var sérstaklega heitt í hamsi og var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óhófleg mótmæli. watch on YouTube Eiður kom inn á undir lok leiksins á Stamford Bridge. Það var hans 45. og síðasti Meistaradeildarleikur á ferlinum. Hann sat allan tímann á bekknum í úrslitaleiknum þar sem Barcelona sigraði Manchester United, 2-0. Í viðtali í Sportinu í kvöld í vor sagðist Eiður sjá eftir því að hafa ekki beðið Guardiola um að fá að koma inn á í úrslitaleiknum. „Sennilega það eina sem ég sé eftir á ferlinum er að hafa ekki rifið í Guardiola og sagt: gefðu mér eina mínútu. Hann lét mig hita upp og ég var við það að koma inn á. Ég sé eftir að hafa beðið hann um að gefa mér mínútu þannig ég gæti sagt að ég hafi verið inni á vellinum,“ sagði Eiður. Eiður lék 34 leiki með Barcelona í öllum keppnum draumatímabilið 2008-09 og skoraði fjögur mörk. Alls lék hann 114 leiki með Barcelona á árunum 2006-09 og skoraði nítján mörk. watch on YouTube Eins og áður sagði lék Eiður 45 leiki í Meistaradeild Evrópu með Chelsea og Barcelona. Hann skoraði sjö mörk í þessum 45 leikjum og er bæði leikja- og markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni. Eftir tímabilið 2008-09 yfirgaf Eiður Barcelona og fór til Monaco í Frakklandi. Þar stoppaði hann stutt við og fór svo aftur til Englands. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. 19. október 2020 11:01 2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. 18. október 2020 11:31 3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. 17. október 2020 11:46 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Meistaradeild Evrópu í fótbolta fer aftur af stað í dag þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Í síðustu upphitunargreininni fyrir Meistaradeildina rifjum við upp síðasta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen með Barcelona, þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina. Eiður var í þrjú tímabil hjá Barcelona, tvö undir stjórn Franks Rijkaard og eitt undir stjórn Peps Guardiola. Og tímabilið með Guardiola var eftirminnilegt í meira lagi. Eftir vonbrigðatímabil 2007-08 var Guardiola ráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, félagsins sem hann ólst upp hjá og lék stærstan hluta ferilsins með. Þetta var fyrsta tímabil Guardiolas sem þjálfari aðalliðs en hann hafði þjálfað B-lið Barcelona tímabilið 2007-08. Hann hreinsaði til hjá Barcelona og lét m.a. stórstjörnurnar Ronaldinho og Deco fara. Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni fór Barcelona á mikið flug og vann nítján af næstu 20 leikjum sínum. Börsungar komust á toppinn í 9. umferð og voru þar út tímabilið. Þeir hrósuðu einnig sigri í spænsku bikarkeppninni. Börsungum gekk líka allt í haginn í Meistaradeildinni. Þeir unnu C-riðil með þrettán stig og skoruðu átján mörk í leikjunum sex í riðlakeppninni. Eiður kom við sögu í þremur leikjum og var einu sinni í byrjunarliðinu í riðlakeppninni. Barcelona átti ekki í miklum vandræðum með að slá Lyon og Bayern München úr leik í sextán og átta liða úrslitunum. Öðru máli gengdi um gömlu félaga hans Eiðs í Chelsea sem Barcelona mætti í undanúrslitunum. Fyrri leiknum á Nývangi lyktaði með markalausu jafntefli. Michael Essien kom Chelsea yfir í seinni leiknum á Stamford Bridge strax á 9. mínútu. Hagur Chelsea vænkaðist enn frekar þegar Eric Abidal var rekinn af velli á 66. mínútu. Þrátt fyrir að vera marki undir og manni færri gáfust Börsungar ekki upp og Andrés Iniesta skoraði jöfnunarmark þeirra þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Chelsea-menn voru afar ósáttir við dómgæslu hins norska Toms Henning Øvrebø og töldu sig svikna um nokkrar vítaspyrnur. Didier Drogba var sérstaklega heitt í hamsi og var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óhófleg mótmæli. watch on YouTube Eiður kom inn á undir lok leiksins á Stamford Bridge. Það var hans 45. og síðasti Meistaradeildarleikur á ferlinum. Hann sat allan tímann á bekknum í úrslitaleiknum þar sem Barcelona sigraði Manchester United, 2-0. Í viðtali í Sportinu í kvöld í vor sagðist Eiður sjá eftir því að hafa ekki beðið Guardiola um að fá að koma inn á í úrslitaleiknum. „Sennilega það eina sem ég sé eftir á ferlinum er að hafa ekki rifið í Guardiola og sagt: gefðu mér eina mínútu. Hann lét mig hita upp og ég var við það að koma inn á. Ég sé eftir að hafa beðið hann um að gefa mér mínútu þannig ég gæti sagt að ég hafi verið inni á vellinum,“ sagði Eiður. Eiður lék 34 leiki með Barcelona í öllum keppnum draumatímabilið 2008-09 og skoraði fjögur mörk. Alls lék hann 114 leiki með Barcelona á árunum 2006-09 og skoraði nítján mörk. watch on YouTube Eins og áður sagði lék Eiður 45 leiki í Meistaradeild Evrópu með Chelsea og Barcelona. Hann skoraði sjö mörk í þessum 45 leikjum og er bæði leikja- og markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni. Eftir tímabilið 2008-09 yfirgaf Eiður Barcelona og fór til Monaco í Frakklandi. Þar stoppaði hann stutt við og fór svo aftur til Englands. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. 19. október 2020 11:01 2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. 18. október 2020 11:31 3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. 17. október 2020 11:46 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. 19. október 2020 11:01
2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. 18. október 2020 11:31
3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. 17. október 2020 11:46
4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00