KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs Anton Ingi Leifsson skrifar 19. október 2020 19:39 Pavel og félagar í Val þurfa að bíða eitthvað lengur með að spila körfubolta á ný. vísir/bára KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira