„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:08 Hrafnhildur Arnardóttir er eigandi Greiðunnar, hárgreiðslustofu við Háaleitisbraut. Aðsend Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45