Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 10:00 Guðmundur Guðmundsson er á vinstri myndinni en Þórólfur Guðnason þeirri hægri. Samsett/Vilhelm „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira
„Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar
Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00