Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 20:56 Bruno og Rashford voru báðir á skotskónum í kvöld. Þeir fagna hér marki þess fyrr nefnda. Xavier Laine/Getty Images Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. Flestir búast við því að PSG og Man. United fari upp úr H-riðlinum en einnig í riðlinum eru Leipzig og Istanbul Basaksehir. Leipzig vann leik liðanna í Þýskalandi í kvöld 2-0. For the first time since 2004, @PSG_English have lost a @ChampionsLeague group game at home. @ManUtd end the streak! pic.twitter.com/nZoVFXJJ5H— SPORF (@Sporf) October 20, 2020 Man. United fékk vítaspyrnu á 23. mínútu eftir að brotið var á Anthony Martial. Á punktinn steig Bruno Fernandes en Keylor Navas gerði sér lítið fyrir og varði frá honum. Eftir skoðun VARsjánnar kom hins vegar í ljós að Navas var farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Bruno tók aftur boltann og skoraði og kom gestunum yfir. PSG reyndi og reyndi að jafna en lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru yfir í hálfleik. Sú forysta hélt ekki lengi því á 55. mínútu jöfnuðu PSG. Hornspyrna Neymar fór af kollinum á Anthony Martial og í netið. 1-1. Bæði lið fengu sín færi til þess að skora sigurmarkið en sigurmarkið kom svo á 88. mínútu. Marcus Rashford fékk þá boltann rétt fyrir utan teiginn og skoraði með algjöru þrumuskoti. Glæstur sigur United sem minnti á sigurinn í París fyrir rúmu ári síðan. March 2019: Marcus Rashford scores against PSG in the 94th minute to go through to the quarter-finals of the #UCL October 2020: Marcus Rashford scores against PSG in the 87th minute to win their opening game of the #UCL campaign pic.twitter.com/WhJAiU45TU— Squawka News (@SquawkaNews) October 20, 2020 Meistaradeild Evrópu
Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. Flestir búast við því að PSG og Man. United fari upp úr H-riðlinum en einnig í riðlinum eru Leipzig og Istanbul Basaksehir. Leipzig vann leik liðanna í Þýskalandi í kvöld 2-0. For the first time since 2004, @PSG_English have lost a @ChampionsLeague group game at home. @ManUtd end the streak! pic.twitter.com/nZoVFXJJ5H— SPORF (@Sporf) October 20, 2020 Man. United fékk vítaspyrnu á 23. mínútu eftir að brotið var á Anthony Martial. Á punktinn steig Bruno Fernandes en Keylor Navas gerði sér lítið fyrir og varði frá honum. Eftir skoðun VARsjánnar kom hins vegar í ljós að Navas var farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Bruno tók aftur boltann og skoraði og kom gestunum yfir. PSG reyndi og reyndi að jafna en lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru yfir í hálfleik. Sú forysta hélt ekki lengi því á 55. mínútu jöfnuðu PSG. Hornspyrna Neymar fór af kollinum á Anthony Martial og í netið. 1-1. Bæði lið fengu sín færi til þess að skora sigurmarkið en sigurmarkið kom svo á 88. mínútu. Marcus Rashford fékk þá boltann rétt fyrir utan teiginn og skoraði með algjöru þrumuskoti. Glæstur sigur United sem minnti á sigurinn í París fyrir rúmu ári síðan. March 2019: Marcus Rashford scores against PSG in the 94th minute to go through to the quarter-finals of the #UCL October 2020: Marcus Rashford scores against PSG in the 87th minute to win their opening game of the #UCL campaign pic.twitter.com/WhJAiU45TU— Squawka News (@SquawkaNews) October 20, 2020
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti