Grænbók um málefni sveitarfélaga, „Anschluβ“? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 20. október 2020 16:30 Nokkur orð um grænbókarvinnu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga er vegferð Sigurðar Inga ráðherra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Litabækur stjórnvalda eru oft útfærðar áætlanir yfirvalda, klæddar í búning samráðs og opinnar stefnumótunar. Hvítbók er t.a.m. áætlun eða stefna ríkisstjórnar um ákveðið málefni meðan grænbók er opið umræðuskjal til mótunar að pólitískum tillögum eða umbótum. Grænbók getur verið undanfari vinnslu hvítbókar. Grænbók er að nafninu umræðuvettvangur sem á að vera opinn. Sem framkvæmdastjóri fámenns sveitarfélags er ég svolítið upptekinn af síðustu grænbók Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það er undarlega staðan þessa dagana, sveitarfélagið sem ég fer fyrir sem framkvæmdastjóri verður ekki til eftir um tvö ár ef áætlanir ráðherra ganga eftir. Tíminn vinnur því ekki með byggðarlaginu okkar hér í Súðavíkurhreppi, amk ekki þeirra sem áfram vilja vera hluti af fámennu sveitarfélagi í stað óvirks afkima annars sveitarfélags. Við skulum vera heiðarleg með það – Súðavík verður vart miðstöð stjórnsýslu fyrir stór-Ísafjarðarsvæðið. En hvernig hófst þetta allt og af hvaða hvötum? Fjölmennari sveitarfélög innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa náð að sannfæra Sigurð Inga, ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarmála, um ágæti þessarar vinnu - grænbókar. Grænbókin gengur út á að efla sveitarstjórnarstigið og gera öllum jafn hátt undir höfði hvar sem þeir búa (stytt útgáfa af innihaldi stefnumótunar skv. skilningi greinarhöfundar). Allt skuli þetta eiga sér stað með því að fækka sveitarfélögum undir 1000 manns og fáist allt með sparnaði sem samkvæmt ráðuneytinu hleypur á 3,5 – 5 milljörðum árlega. Nú er ég lögfræðingur en ekki stærðfræðingur eða hagfræðingur. Allt að einu hef ég ekki séð neina útreikninga sem sýna fram á þennan sparnað né hvernig hann kemur í þessu þrepi. Á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var þann 1. og 2. október sl. spurði ég ráðherrann að því hvort inn í þetta væri tekið sparnaður af þeirri fjárhæð sem annars færi til þessara sveitarfélaga (undir 250, 500 og 1000) í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Svarið var einfalt – Nei. (Ráðherrann svaraði mér nákvæmlega þessu svari). Enn hefur þó ekkert verið lagt fram sem sýni þessa tölfræði, en ég er þó ekki í vafa að þetta kemur eitthvað til af því að ekki verði þar menn eins og ég á jötu, sveitarstjórar eða aðrir starfsmenn stjórnsýslu í hinum aflögðu sveitarfélögum. Af minni einföldu hagfræði get ég ekki séð annað, þegar talað er um slíkan sparnað að það hljóti að vera að minna verði ætlað í málaflokkinn fyrir vikið eða í það minnsta önnur skipting. Nú er það ekki bara svo að ég hafi áhyggjur af því að ég geti ekki gegnt stöðu sveitarstjóra hér fyrir vestan vegna þess að stjórnsýslan verði aflögð. Nei, rætur mínar liggja hér vestur á fjörðum og barnskóm sleit ég á Patreksfirði. Í dag er áður Patrekshreppur eitt sveitarfélaga í Vesturbyggð. Margra ára óánægja þeirra sem byggja það sveitarfélag um staðsetningu stjórnsýslu, misskiptingu þjónustu og allt það sem leiðir af slíkri sameiningu er mér hugleikið. Sama hefur verið hér uppi á norðanverðum Vestfjörðum og er mikið tabú að ræða. Allt að einu tel ég hlutverk mitt að vinna að hagsmunum þeirra sem byggja Súðavíkurhrepp öðru æðra, en skeyta minna um það hvað fólki finnst um mig á svæðinu. Hér á mig enginn annar en eiginkona, skyldur mínar eru bara við starfið og velferð þeirra sem hér búa. Grænbókin varð mér sýnileg í júní 2019 og var ég, nýr sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, boðaður á fund á Ísafirði til þess að hafa samráð. Þessu ferli er lýst á vef ráðuneytis sem „víðtæku samráði“ og segir svo um vinnuna (tekið af vef stjórnarráðssins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/01/30/Starfshopur-um-stefnu-rikisins-um-malefni-sveitarfelaga-hefur-storf/: Áhersla er lögð á gott og víðtækt samráð við mótun stefnunnar til viðbótar við það samráð sem þegar hefur farið fram í samstarfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, annarra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins. Þá segir nánar um þetta á vefnum dags. 30. janúar 2019: Íaðsendri greinsem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ritaði í Morgunblaðið í morgun, kveðst hann binda miklar vonir við starfshópinn og þá vinnu sem framundan er, sem meðal annars feli í sér víðtækt og gott samráð um allt land. „Það er mín von og trú að afurðin verði áætlun sem samstaða er um og stuðli markvisst að eflingu sveitarfélaganna á Íslandi til hagsbóta fyrir íbúa þeirra og landið allt,“ segir Sigurður. Hópurinn var skipaður eftirfarandi: Í starfshópnum eru tveir fulltrúar skipaðir af ráðherra, Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar, sem jafnframt er formaður starfshópsins, og Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarbæ. Þá eru tveir fulltrúar skipaðir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þau Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði. Enginn fulltrúi er hér frá sveitarfélagi undir 20 þúsund íbúa, enda fulltrúar frá Akureyri og Reykjavík sem leiða hópinn. Aldís Hafsteinsdóttir var fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og því ekki fulltrúi fámenns sveitarfélags. Hér er því komið víðtækt samráð sem var aðdragandi þess að fara í vinnu um íbúalágmark, sem nú verður bundið við 250 manns fyrir 2022, og svo loks 1000 manns árið 2026. Allt gott um það að segja ef þetta væri sjálfsprottin ákvörðun frá málefnavinnu í opnu samráðsferli eins og grænbók á að endurspegla. Ég sat kynningarfund nefndarinnar á Ísafirði þann 17. maí 2019. Þá hafði ég verið starfandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi í 17 daga. Á fundinum tjáði ég aðeins hug minn til sameiningar á þessum forsendum enda var markmiðið með þessari vinnu að sveitarfélögin yrðu „sjálfbær“. Ég hefði kostið að hlutirnir væru nefndir réttum nöfnum því sannleikurinn er ekkert betri þó sett sé annað nafn á hann en fækkun sveitarfélaga með sameiningu þeirra sem telja innan við 1000. Enginn gat þó sagt hvað í þessari sjálfbærni fólst né hvernig hægt var að segja til um að það fengist fram með lágmarks tölu íbúa við 1000 íbúa markið. Þó við vitum öll að fjölmenn sveitarfélög ættu að vera betur í stakk búin til þess að takast á við ýmis verkefni. Á fundi þessum voru skiptar skoðanir eins og Vestfirðinga er siður þegar valdboðið kemur að ofan. Var þó og víðs fjarri að gott samráð eða sátt hafi verið um tillögu starfshópsins á fundinum. Allur fréttaflutningur af fundinum á allt aðra leið. Upphaf sameiningarmála hefur verið af ýmsum hvötum, stundum hafa sveitarfélög fundið sinn vitjunartíma vegna vandkvæða við að halda úti þjónustu eða vegna fjárhagsstöðu til langs tíma. Þá hefur fámenni haft áhrif í þá veru að ekki hafi fengist stjórnhæft samfélag þar sem einfaldlega ekki fékkst fólk til starfans. Stundum hefur þunginn í sameiningarmálum verið samtónn vegna ákalls sveitarfélaganna sjálfra. Þá hefur hvatinn komið innan frá – frá þeim sjálfum og gulrót beitt en ekki svipu. Gulrótin oftar en ekki í formi niðurfellingar hluta skulda eða gefa á annan hátt eftir og liðka til fyrir stærra og öflugra samfélagi undir merkjum sameinaðs sveitarfélags. Nokkur starfsráðuneyti hafa farið svo fram og fengið einhverjar sameiningar s.s. árin 1994 – 2006, en þar fækkaði sveitarfélögunum úr 196 niður í 74. Félagsmálaráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur skipaði nefnd árið 1991 að frumkvæði ráðherrans til þess að ná fram „æskilegri skiptingu landsins í sveitarfélög“. Þar fór fram alvarlegasta atlagan að sveitarstjórnarstiginu og í raun atlaga að skiptingu landsins í sveitarfélög. Jóhönnunefndin: Sett fram þrjú meginmarkmið varðandi það sem átti að ná fram með átakinu: 1. Að hvert sveitarfélag hefði getu til að veita þá þjónustu sem uppfyllir þarfir og kröfur íbúanna. 2. Að hvert sveitarfélag yrði samhangandi heild í félagslegu- og efnahagslegu tilliti. 3. Að hvert sveitarfélag yrði eitt skipulagssvæði eða eining. Þetta er kunnuglegur tónn sem rekja má upp í grænbókarvinnu þeirri sem hér um ræðir. Jóhönnunefndin byggði sitt á eftirfarandi rökum: 1. Mörg sveitarfélaganna væri mjög fámenn og hefðu ekki getu til að veita lögboðna þjónustu samkvæmt ýmsum lögum um þjónustu sveitarfélaga. 2. Samrekstur ríkis og sveitarfélaga í mörgum málaflokkum væri óásættanlegt fyrirkomulag. Reynslan hefði sýnt að þetta væri bæði flókið og óhagkvæmt. 3. Skipting landsins í sveitarfélög væri alls ekki í samræmi við raunveruleg þjónustusvæði. 4. Miklar samgöngubætur hefðu gert ríkjandi skipan gamaldags og óviðeigandi. 5. Mörg hinna fámennu sveitarfélaga hefðu samstarf um suma málaflokka og dæmi væru um að sveitarfélög væri með allt að 80 prósent af heildarfjárhagsáætlun sinni bundið í slík verkefni. Ákvarðanir um stærsta hluta starfsemi þeirra væru því teknar á samstarfsvettvangi með öðrum en ekki af kjörnum fulltrúum. Þessi staðreynd væri í raun afsal á pólitísku valdi og sjálfsforræði sveitarfélaga. 6. Kostnaður við yfirstjórn í fámennu sveitarfélögunum væri of hár, einkanlega þeim sem hefðu starfandi sveitarstjóra. 7. Nauðsynlegt væri að jafna fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í landinu, því hún væri mjög misjöfn. 8. Sameiningar sveitarfélaga myndu stuðla að eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni og þar með vinna gegn hinum óæskilega flótta þaðan til höfuðborgarsvæðisins. Skemmtilegt er að skoða þessi markmið með sameiningu sveitarfélaga og ekki síður ástæðum þess að ráðherra keyrði þessi mál áfram á sínum tíma. Þegar glöggt er skoðað eru meginmarkmið grænbókarvinnu ráðuneytis Sigurðar Inga ekki langt frá því sem Jóhönnunefndin lagði fram. Þá er jafnframt athyglisvert að skoða ástæður sem teflt var fram til þess að fylgja þessum sameiningarmálum áfram af festu. Einkanlega atriði númer 4 og 7. Samgöngur eru enn til umræðu og á sinn íroníska hátt er ráðherra málaflokksins í dag jafnframt samgönguráðherra. Hann gerir því minna úr þessu atriði enda standa samgöngumál sameiningum sveitarfélaga helst fyrir þrifum. Og atriði 7 – hér finnum við raunverulega rót hvatans, enda er jafnframt um leið gerð atlaga að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. En það er samt sem áður eitt af því sem svíður í stærri sveitarfélögum í dag að Jöfnunarsjóður veiti svo og svo miklu í fámenn sveitarfélög, svo mjög að ofsjónum er séð þrátt fyrir að hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi verið aðstöðumunur og töpuð aðstöðugjöld. Á ýmsa lund hefur sameining sveitarfélaga styrkt sveitarfélög, sem málsvara og sem öflugri veitanda þjónustu, styrkt stoðir þeirra og jafnað efnahag til ættar við það sem gerst þekkist. Sumt af markmiðum Jóhönnunefndarinnar gekk eftir. Stærri sveitarfélög eru betur í stakk búin að veita þá þjónustu sem þau sjálf hafa kallað eftir að fá gegn gjaldi frá ríkinu. Svo sem rekstur grunnskóla og félags- og fötlunarþjónustu. Með því að sameinast verður þetta minna mál og sveitarfélög geti tekist á við áskoranir í krafti þess að í þeim búi fleiri íbúar. Að hluta til, enda virðist fjárhagsvandi sveitarfélaga ekki hafa með fjölda íbúa þeirra að gera ef marka má skuldaviðmið sveitarfélaga á landinu. Samlegð fjöldans verður oft drifkraftur sem eyði hindrunum og allir geta notið bærilegrar þjónustu óháð búsetu þegar sveitarfélög ná ákveðinni stærð. Af fjárhag þeirra má taka þá tíund sem þörf er í að halda úti þeirri þjónustu sem „æskilegt“ má teljast að veita í sveitarfélögum. Allt fæst þetta með því að eyða út sveitarfélögum sem telji undir 1000? Og það án greiningar á því hvernig þau hin sömu hafa verið í stakk búin að veita þá þjónustu sem verið er að tengja sjálfbærni, hvort þau séu fjárhagslega illa stödd eða á annan hátt meira háð öðrum vegna smæðar sinnar. Hvar eru sveitarfélög sjálfbær? Hefur verið sett mark á það hvar það liggur í fjárhagslegu tilliti, þjónustustigi eða öðrum þeim grundvelli sem vísað var til í vinnu grænbókar og stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga? Svarið er hið sama og ráðherra gaf mér við minni spurningu á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga: Nei. Ekki liggur þannig fyrir að allt þetta fáist með því einu að fjölga íbúum í sveitarfélögum umfram 1000. Vinna Grænbókar í málefnum sveitarfélaga tekur mið af því að sveitarfélög skuli verða sjálfbær og að sveitarstjórnarstigið skuli eflt. Er það mat þess hóps sem staðið hefur í þeirri vinnu umfram aðra að því takmarki verði helst náð með því að gera sveitarfélögum að sameinast öðrum þannig að lágmarksíbúafjölda verði náð. Liggur fyrir í tillögum að það verði gert í þrepum, 250 – 500 og svo loks 1000 íbúar. Þessu takmarki skuli náð fyrir árið 2026. Ekkert liggur fyrir um hvað sjálfbærni er í raun í skilningi grænbókar, ekki hvernig það liggi fyrir að hagkvæmni fáist yfir höfuð með þessum stærðarmörkum, en samt sem áður lætur ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarmála hafa eftir sér að með þessu fáist hagræði upp á 3,5 til 5 milljarða árlega. Að vinnu Grænbókar í málefnum sveitarfélaga stóð hópur samsettur þannig að enginn fulltrúi fámennari sveitarfélaga átti þar sæti. Vekur það furðu að það hafi verið ásættanlegt og jafnað til víðtæks samráðs. Þá var því haldið fram að fundir þar sem vegferðin var kynnt hafi verið góðir og málefnalegir og ekki hafi verið mikil andstaða við stefnuna. Því fer því miður fjarri að það felist í því sannleikur. Minni sveitarfélögin voru einfaldlega kaffærð og mótbárur yfirgnæfðar og fréttum af vettvangi sveitarstjórnarmála var stýrt. Þessi samvinnuvettvangur var í raun yfirtaka fámennum sveitarfélögum – Anschluss en ekki grænbók með opnum umræðuvettvangi. Annað er og alvarlegra. Landshlutasamtökum á borð við Fjórðungssamband Vestfirðinga var beitt í þessu yfirtökuferli sem var svo kórónað með Sambandi íslenskra sveitarfélaga - aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var þann 6. september 2019. Hafa ber í huga að framangreind sambönd – bæði landshlutasambandið Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samband íslenskra sveitarfélaga eru bundin af samþykktum sínum og ekki bær til þess að fara svo með málefni sem varða einstaka sveitarfélög, líkt og hér er gert. Það er alvarleg staða – félagaréttarleg ákvörðun gerð að ályktun sem hefur stjórnsýslulegar lögfylgjur, ráðherra málaflokksins benda á víðtæka samstöðu og Samband íslenskra sveitarfélaga ályktar og fagnar framkvæmdinni. Ég hef ekki dregið dul á skoðun mína varðandi aðkomu Fjórðungssambands Vestfirðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga að þessu yfirtökuverkefni enda er það einfaldlega á skjön við samþykktir og landslög. Ég tel algerlega yfir vafa hafið að allt þetta framangreint stangast á við samþykktir félaganna. Þetta fer gegn inngangsorðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem eru byggð á sjálfsstjórn sveitarfélaga. Þá er og ljóst að framangreint fer gegn Evrópuráðssáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga frá 15. október 1985, enda byggja gildandi sveitarstjórnarlög meira og minna á anda hans um sjálfsstjórn sveitarfélaga. Í 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir einfaldlega: Landið skiptist í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Á þessu ákvæði er enginn fyrirvari – það segir og meinar það sem í texta þess stendur. Sveitarfélög ráða málefnum sínum sjálf. Sama er varið í 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sbr. lög nr. 33/1944. Þar segir einfaldlega: Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Þar sem ekki giltu um þetta önnur lög þegar vinna við grænbók fór í gang, málinu þvælt fyrir landshlutasamtök og að lokum Samband íslenskra sveitarfélaga, má ljóst vera að gildandi lög í landinu voru ekki að leyfa þetta ferli. Segja má að byrjað hafi verið á röngum enda. Ekki var búið að breyta samþykktum landshlutasamtaka til þess að álykta málinu brautargengi, ekki var búið að breyta samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélag svo hægt væri að beita sambandinu þessu til framgöngu. Þá var ekki búið að breyta lögum á Alþingi til þess að allt þetta gæti átt sér stað með lagasetningu sem byggði á víðtækri samstöðu. Sveitarfélögin sem telja undir 1000 íbúa hér við upphaf þings í október 2020 voru þannig misrétti beitt, burtséð frá afstöðu einstakra sveitarfélaga til málsins í raun. Það er vegna þess að í 4. mgr. 2. gr. sveitarstjórnarlaga segir að samráð skuli haft við sveitarfélög um stefnumörkun um málefni þeirra sbr. eftirfarandi í 5. mgr.: Við gerð tillagna að stefnumótandi áætlun og aðgerðaáætlun skv. 4. mgr. skal haft samráð við ráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög. Þá skal haft samráð við hagsmunaaðila eftir þörfum. Horfa skal einnig til þeirrar stefnumörkunar sem fram kemur í byggðaáætlun og sóknaráætlunum sem gerðar eru samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Loks skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli. Ráðherra hefur því farið á svig við 4. mgr. sbr. 5. mgr. 2. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, enda var samráðið einungis að nafninu til. Samráðið fólst í fyrirtöku á Landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september 2019 án þess að það samræmdist samþykktum sambandsins. Og ráðherra veit það og hefur látið vinna því lögfræðiálit sem ekki heldur vatni, enda klipp til. Raunverulegur hvati að því að fækka sveitarfélögunum, sem nú telja 69, er annar. Hann er af fjárhagslegum toga og stafar frá stærstu sveitarfélögum landsins og þeim sem telja yfir 1000 íbúa og telja að þau verði tekin í samfélag þeirra sveitarfélaga sem meira mega sín. Hér er ekki síst skipting gæða úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og sá raunveruleiki að hann gagnast aðeins sumum sveitarfélögum en ekki öllum, 7. liður úr rökum Jóhönnunefndarinnar – jöfnun fjárhags sveitarfélaganna. Jöfnunarsjóðurinn er eins og fyrr segir sprottinn úr töpuðum aðstöðugjöldum sveitarfélaga úr hendi ríkisins og sanngirnisbótum frá ríkinu til sveitarfélaga sem misstu spón úr aski við brotthvarf ríkisins af vettvangi margra sveitarfélaga, minnkuð umsvif og aðstöðumun og fjarlægðar stjórnsýslu og mörgum viðlíka rökum. Þá hafa sveitarfélög ekki nema takmarkaða heimild til skatttekju eða gjaldlagningar og bætir ríkið því þannig upp á með gjaldi í Jöfnunarsjóð. Jöfnunarsjóður jafnar svo þessum gæðum til sveitarfélaga á grundvelli flókinna úthlutunarreglna sem m.a. taka mið af þjónustu og þjónustuþörf. Þannig þykir sumum, sem gleymt hafa tilurð og tilgangi þessa sjóðs, að þar sé um að ræða misskipta ölmusu og þannig sé jafnvel fámennum samfélögum gert hátt undir höfði með fjárframlögum úr sjóðnum á þeirra eigin kostnað. Jöfnunarsjóðnum hinum sama er nú misbeitt til þess að vinna brautargengi grænbókarverkefninu um fækkun sveitarfélaga, en sjóðurinn mun leggja til í sameiningarmál ákveðna fjárhæð á ári og ríkinu ætlað að leggja sjóðnum til eitthvað í móti. Þannig er búið að lofa í þetta verkefni af hendi ríkisins 935 milljónum á næsta fjárhagsári. Það er þó ekki nema brot af kostnaði fari sveitarfélög í sameiningar, enda kosta þær mun meira. Allt að einu fullyrðir ráðherra málaflokksins enn að þetta leiði til sparnaðar á 3,5 – 5 ma króna árlega. Við erum missleipir í stærðfræðinni enda lá leið mín í lögfræði. Ég trúi ekki þessum tölum fyrr en ég sé forsendur sem kunna að gera það líklegt – þær hafa ekki enn komið fram og munu ekki gera það. Á sama tíma og nokkur sveitarfélaga – óháð stærð – ramba á barmi þess að vera ógjaldfær vegna áhrifa af völdum heimsfaraldurs COVID-19 skal enn forgangsraða svona, að leggja í sameiningar með lögþvingan og á svig við lýðræði og sjálfsstjórn sveitarfélaga. Sjálfsstjórns sem tryggð er með sveitarstjórnarlögum, stjórnarskrá, evrópuráðssamningi um sjálfsstjórn sveitarfélaga og með þeim sjálfsagða hlut sem öll okkar stjórnskipan byggir – lýðræðinu sjálfu. Þannig getur ekki verið farið vel með fjármuni og tíma að standa að því að færa til stjórnsýslu í landinu milli sveitarfélaga með tilheyrandi kostnaði á sama tíma og ríkið hefur boðað samdrátt í framlögum til Jöfnunarsjóðsins og sjóðurinn sjálfur boðað samdrátt. Hitt er annað – að þegar slíkt ástand er að baki, gætu mörg sveitarfélaganna 69 ákveðið upp á sitt einsdæmi að ekki sé farsælt að standa fámenn og afskipt í því róti og óvissu sem uppi er. Það er meira en líklegt að vinna megi þessu hljómgrunn með því einu að leyfa þeim að ráða málefnum sínum sjálf án þess að lýðræðið sé neytt ofan í þau eins og þránað lýsi. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ályktað á fundi sínum að rétt sé að skoða sameiningarmál með nágrönnum okkar á Vestfjörðum, enda liggur fyrir að 1200 milljónum sé ætlað hlutverk í sameinuðu sveitarfélagi. Mikil er umhyggjan og um leið væntingar til þess að ná sparnaði með samruna þeirra smáu. Í stórum sveitarfélögum hlýtur á sama hátt að vera meiri fengur og sparnaður með samlegð – eðlilegast væri að hefja slíka vegferð á SV-horninu. Þannig er raunhæft að fá tölur á borð við 3,5 – 5 ma á ári. Örðugt er að standa í vegi fyrir slíku gylliboði og fásinna fyrir sveitarfélag með samstæðureikning innan við 350 milljónir. Allt að einu er Súðavíkurhreppur ennþá eina sveitarfélagið á svæðinu sem ekki skuldar talsvert, en auðvitað segir það ekki alla söguna. Við hefðum þó líkast til getað gert enn betur hefðum við fengið til þess tíma – mörgum öðrum til heilla. Höfundur er sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Súðavíkurhreppur Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nokkur orð um grænbókarvinnu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga er vegferð Sigurðar Inga ráðherra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Litabækur stjórnvalda eru oft útfærðar áætlanir yfirvalda, klæddar í búning samráðs og opinnar stefnumótunar. Hvítbók er t.a.m. áætlun eða stefna ríkisstjórnar um ákveðið málefni meðan grænbók er opið umræðuskjal til mótunar að pólitískum tillögum eða umbótum. Grænbók getur verið undanfari vinnslu hvítbókar. Grænbók er að nafninu umræðuvettvangur sem á að vera opinn. Sem framkvæmdastjóri fámenns sveitarfélags er ég svolítið upptekinn af síðustu grænbók Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það er undarlega staðan þessa dagana, sveitarfélagið sem ég fer fyrir sem framkvæmdastjóri verður ekki til eftir um tvö ár ef áætlanir ráðherra ganga eftir. Tíminn vinnur því ekki með byggðarlaginu okkar hér í Súðavíkurhreppi, amk ekki þeirra sem áfram vilja vera hluti af fámennu sveitarfélagi í stað óvirks afkima annars sveitarfélags. Við skulum vera heiðarleg með það – Súðavík verður vart miðstöð stjórnsýslu fyrir stór-Ísafjarðarsvæðið. En hvernig hófst þetta allt og af hvaða hvötum? Fjölmennari sveitarfélög innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa náð að sannfæra Sigurð Inga, ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarmála, um ágæti þessarar vinnu - grænbókar. Grænbókin gengur út á að efla sveitarstjórnarstigið og gera öllum jafn hátt undir höfði hvar sem þeir búa (stytt útgáfa af innihaldi stefnumótunar skv. skilningi greinarhöfundar). Allt skuli þetta eiga sér stað með því að fækka sveitarfélögum undir 1000 manns og fáist allt með sparnaði sem samkvæmt ráðuneytinu hleypur á 3,5 – 5 milljörðum árlega. Nú er ég lögfræðingur en ekki stærðfræðingur eða hagfræðingur. Allt að einu hef ég ekki séð neina útreikninga sem sýna fram á þennan sparnað né hvernig hann kemur í þessu þrepi. Á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var þann 1. og 2. október sl. spurði ég ráðherrann að því hvort inn í þetta væri tekið sparnaður af þeirri fjárhæð sem annars færi til þessara sveitarfélaga (undir 250, 500 og 1000) í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Svarið var einfalt – Nei. (Ráðherrann svaraði mér nákvæmlega þessu svari). Enn hefur þó ekkert verið lagt fram sem sýni þessa tölfræði, en ég er þó ekki í vafa að þetta kemur eitthvað til af því að ekki verði þar menn eins og ég á jötu, sveitarstjórar eða aðrir starfsmenn stjórnsýslu í hinum aflögðu sveitarfélögum. Af minni einföldu hagfræði get ég ekki séð annað, þegar talað er um slíkan sparnað að það hljóti að vera að minna verði ætlað í málaflokkinn fyrir vikið eða í það minnsta önnur skipting. Nú er það ekki bara svo að ég hafi áhyggjur af því að ég geti ekki gegnt stöðu sveitarstjóra hér fyrir vestan vegna þess að stjórnsýslan verði aflögð. Nei, rætur mínar liggja hér vestur á fjörðum og barnskóm sleit ég á Patreksfirði. Í dag er áður Patrekshreppur eitt sveitarfélaga í Vesturbyggð. Margra ára óánægja þeirra sem byggja það sveitarfélag um staðsetningu stjórnsýslu, misskiptingu þjónustu og allt það sem leiðir af slíkri sameiningu er mér hugleikið. Sama hefur verið hér uppi á norðanverðum Vestfjörðum og er mikið tabú að ræða. Allt að einu tel ég hlutverk mitt að vinna að hagsmunum þeirra sem byggja Súðavíkurhrepp öðru æðra, en skeyta minna um það hvað fólki finnst um mig á svæðinu. Hér á mig enginn annar en eiginkona, skyldur mínar eru bara við starfið og velferð þeirra sem hér búa. Grænbókin varð mér sýnileg í júní 2019 og var ég, nýr sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, boðaður á fund á Ísafirði til þess að hafa samráð. Þessu ferli er lýst á vef ráðuneytis sem „víðtæku samráði“ og segir svo um vinnuna (tekið af vef stjórnarráðssins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/01/30/Starfshopur-um-stefnu-rikisins-um-malefni-sveitarfelaga-hefur-storf/: Áhersla er lögð á gott og víðtækt samráð við mótun stefnunnar til viðbótar við það samráð sem þegar hefur farið fram í samstarfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, annarra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins. Þá segir nánar um þetta á vefnum dags. 30. janúar 2019: Íaðsendri greinsem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ritaði í Morgunblaðið í morgun, kveðst hann binda miklar vonir við starfshópinn og þá vinnu sem framundan er, sem meðal annars feli í sér víðtækt og gott samráð um allt land. „Það er mín von og trú að afurðin verði áætlun sem samstaða er um og stuðli markvisst að eflingu sveitarfélaganna á Íslandi til hagsbóta fyrir íbúa þeirra og landið allt,“ segir Sigurður. Hópurinn var skipaður eftirfarandi: Í starfshópnum eru tveir fulltrúar skipaðir af ráðherra, Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar, sem jafnframt er formaður starfshópsins, og Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarbæ. Þá eru tveir fulltrúar skipaðir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þau Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði. Enginn fulltrúi er hér frá sveitarfélagi undir 20 þúsund íbúa, enda fulltrúar frá Akureyri og Reykjavík sem leiða hópinn. Aldís Hafsteinsdóttir var fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og því ekki fulltrúi fámenns sveitarfélags. Hér er því komið víðtækt samráð sem var aðdragandi þess að fara í vinnu um íbúalágmark, sem nú verður bundið við 250 manns fyrir 2022, og svo loks 1000 manns árið 2026. Allt gott um það að segja ef þetta væri sjálfsprottin ákvörðun frá málefnavinnu í opnu samráðsferli eins og grænbók á að endurspegla. Ég sat kynningarfund nefndarinnar á Ísafirði þann 17. maí 2019. Þá hafði ég verið starfandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi í 17 daga. Á fundinum tjáði ég aðeins hug minn til sameiningar á þessum forsendum enda var markmiðið með þessari vinnu að sveitarfélögin yrðu „sjálfbær“. Ég hefði kostið að hlutirnir væru nefndir réttum nöfnum því sannleikurinn er ekkert betri þó sett sé annað nafn á hann en fækkun sveitarfélaga með sameiningu þeirra sem telja innan við 1000. Enginn gat þó sagt hvað í þessari sjálfbærni fólst né hvernig hægt var að segja til um að það fengist fram með lágmarks tölu íbúa við 1000 íbúa markið. Þó við vitum öll að fjölmenn sveitarfélög ættu að vera betur í stakk búin til þess að takast á við ýmis verkefni. Á fundi þessum voru skiptar skoðanir eins og Vestfirðinga er siður þegar valdboðið kemur að ofan. Var þó og víðs fjarri að gott samráð eða sátt hafi verið um tillögu starfshópsins á fundinum. Allur fréttaflutningur af fundinum á allt aðra leið. Upphaf sameiningarmála hefur verið af ýmsum hvötum, stundum hafa sveitarfélög fundið sinn vitjunartíma vegna vandkvæða við að halda úti þjónustu eða vegna fjárhagsstöðu til langs tíma. Þá hefur fámenni haft áhrif í þá veru að ekki hafi fengist stjórnhæft samfélag þar sem einfaldlega ekki fékkst fólk til starfans. Stundum hefur þunginn í sameiningarmálum verið samtónn vegna ákalls sveitarfélaganna sjálfra. Þá hefur hvatinn komið innan frá – frá þeim sjálfum og gulrót beitt en ekki svipu. Gulrótin oftar en ekki í formi niðurfellingar hluta skulda eða gefa á annan hátt eftir og liðka til fyrir stærra og öflugra samfélagi undir merkjum sameinaðs sveitarfélags. Nokkur starfsráðuneyti hafa farið svo fram og fengið einhverjar sameiningar s.s. árin 1994 – 2006, en þar fækkaði sveitarfélögunum úr 196 niður í 74. Félagsmálaráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur skipaði nefnd árið 1991 að frumkvæði ráðherrans til þess að ná fram „æskilegri skiptingu landsins í sveitarfélög“. Þar fór fram alvarlegasta atlagan að sveitarstjórnarstiginu og í raun atlaga að skiptingu landsins í sveitarfélög. Jóhönnunefndin: Sett fram þrjú meginmarkmið varðandi það sem átti að ná fram með átakinu: 1. Að hvert sveitarfélag hefði getu til að veita þá þjónustu sem uppfyllir þarfir og kröfur íbúanna. 2. Að hvert sveitarfélag yrði samhangandi heild í félagslegu- og efnahagslegu tilliti. 3. Að hvert sveitarfélag yrði eitt skipulagssvæði eða eining. Þetta er kunnuglegur tónn sem rekja má upp í grænbókarvinnu þeirri sem hér um ræðir. Jóhönnunefndin byggði sitt á eftirfarandi rökum: 1. Mörg sveitarfélaganna væri mjög fámenn og hefðu ekki getu til að veita lögboðna þjónustu samkvæmt ýmsum lögum um þjónustu sveitarfélaga. 2. Samrekstur ríkis og sveitarfélaga í mörgum málaflokkum væri óásættanlegt fyrirkomulag. Reynslan hefði sýnt að þetta væri bæði flókið og óhagkvæmt. 3. Skipting landsins í sveitarfélög væri alls ekki í samræmi við raunveruleg þjónustusvæði. 4. Miklar samgöngubætur hefðu gert ríkjandi skipan gamaldags og óviðeigandi. 5. Mörg hinna fámennu sveitarfélaga hefðu samstarf um suma málaflokka og dæmi væru um að sveitarfélög væri með allt að 80 prósent af heildarfjárhagsáætlun sinni bundið í slík verkefni. Ákvarðanir um stærsta hluta starfsemi þeirra væru því teknar á samstarfsvettvangi með öðrum en ekki af kjörnum fulltrúum. Þessi staðreynd væri í raun afsal á pólitísku valdi og sjálfsforræði sveitarfélaga. 6. Kostnaður við yfirstjórn í fámennu sveitarfélögunum væri of hár, einkanlega þeim sem hefðu starfandi sveitarstjóra. 7. Nauðsynlegt væri að jafna fjárhagsstöðu sveitarfélaganna í landinu, því hún væri mjög misjöfn. 8. Sameiningar sveitarfélaga myndu stuðla að eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni og þar með vinna gegn hinum óæskilega flótta þaðan til höfuðborgarsvæðisins. Skemmtilegt er að skoða þessi markmið með sameiningu sveitarfélaga og ekki síður ástæðum þess að ráðherra keyrði þessi mál áfram á sínum tíma. Þegar glöggt er skoðað eru meginmarkmið grænbókarvinnu ráðuneytis Sigurðar Inga ekki langt frá því sem Jóhönnunefndin lagði fram. Þá er jafnframt athyglisvert að skoða ástæður sem teflt var fram til þess að fylgja þessum sameiningarmálum áfram af festu. Einkanlega atriði númer 4 og 7. Samgöngur eru enn til umræðu og á sinn íroníska hátt er ráðherra málaflokksins í dag jafnframt samgönguráðherra. Hann gerir því minna úr þessu atriði enda standa samgöngumál sameiningum sveitarfélaga helst fyrir þrifum. Og atriði 7 – hér finnum við raunverulega rót hvatans, enda er jafnframt um leið gerð atlaga að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. En það er samt sem áður eitt af því sem svíður í stærri sveitarfélögum í dag að Jöfnunarsjóður veiti svo og svo miklu í fámenn sveitarfélög, svo mjög að ofsjónum er séð þrátt fyrir að hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi verið aðstöðumunur og töpuð aðstöðugjöld. Á ýmsa lund hefur sameining sveitarfélaga styrkt sveitarfélög, sem málsvara og sem öflugri veitanda þjónustu, styrkt stoðir þeirra og jafnað efnahag til ættar við það sem gerst þekkist. Sumt af markmiðum Jóhönnunefndarinnar gekk eftir. Stærri sveitarfélög eru betur í stakk búin að veita þá þjónustu sem þau sjálf hafa kallað eftir að fá gegn gjaldi frá ríkinu. Svo sem rekstur grunnskóla og félags- og fötlunarþjónustu. Með því að sameinast verður þetta minna mál og sveitarfélög geti tekist á við áskoranir í krafti þess að í þeim búi fleiri íbúar. Að hluta til, enda virðist fjárhagsvandi sveitarfélaga ekki hafa með fjölda íbúa þeirra að gera ef marka má skuldaviðmið sveitarfélaga á landinu. Samlegð fjöldans verður oft drifkraftur sem eyði hindrunum og allir geta notið bærilegrar þjónustu óháð búsetu þegar sveitarfélög ná ákveðinni stærð. Af fjárhag þeirra má taka þá tíund sem þörf er í að halda úti þeirri þjónustu sem „æskilegt“ má teljast að veita í sveitarfélögum. Allt fæst þetta með því að eyða út sveitarfélögum sem telji undir 1000? Og það án greiningar á því hvernig þau hin sömu hafa verið í stakk búin að veita þá þjónustu sem verið er að tengja sjálfbærni, hvort þau séu fjárhagslega illa stödd eða á annan hátt meira háð öðrum vegna smæðar sinnar. Hvar eru sveitarfélög sjálfbær? Hefur verið sett mark á það hvar það liggur í fjárhagslegu tilliti, þjónustustigi eða öðrum þeim grundvelli sem vísað var til í vinnu grænbókar og stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga? Svarið er hið sama og ráðherra gaf mér við minni spurningu á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga: Nei. Ekki liggur þannig fyrir að allt þetta fáist með því einu að fjölga íbúum í sveitarfélögum umfram 1000. Vinna Grænbókar í málefnum sveitarfélaga tekur mið af því að sveitarfélög skuli verða sjálfbær og að sveitarstjórnarstigið skuli eflt. Er það mat þess hóps sem staðið hefur í þeirri vinnu umfram aðra að því takmarki verði helst náð með því að gera sveitarfélögum að sameinast öðrum þannig að lágmarksíbúafjölda verði náð. Liggur fyrir í tillögum að það verði gert í þrepum, 250 – 500 og svo loks 1000 íbúar. Þessu takmarki skuli náð fyrir árið 2026. Ekkert liggur fyrir um hvað sjálfbærni er í raun í skilningi grænbókar, ekki hvernig það liggi fyrir að hagkvæmni fáist yfir höfuð með þessum stærðarmörkum, en samt sem áður lætur ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarmála hafa eftir sér að með þessu fáist hagræði upp á 3,5 til 5 milljarða árlega. Að vinnu Grænbókar í málefnum sveitarfélaga stóð hópur samsettur þannig að enginn fulltrúi fámennari sveitarfélaga átti þar sæti. Vekur það furðu að það hafi verið ásættanlegt og jafnað til víðtæks samráðs. Þá var því haldið fram að fundir þar sem vegferðin var kynnt hafi verið góðir og málefnalegir og ekki hafi verið mikil andstaða við stefnuna. Því fer því miður fjarri að það felist í því sannleikur. Minni sveitarfélögin voru einfaldlega kaffærð og mótbárur yfirgnæfðar og fréttum af vettvangi sveitarstjórnarmála var stýrt. Þessi samvinnuvettvangur var í raun yfirtaka fámennum sveitarfélögum – Anschluss en ekki grænbók með opnum umræðuvettvangi. Annað er og alvarlegra. Landshlutasamtökum á borð við Fjórðungssamband Vestfirðinga var beitt í þessu yfirtökuferli sem var svo kórónað með Sambandi íslenskra sveitarfélaga - aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var þann 6. september 2019. Hafa ber í huga að framangreind sambönd – bæði landshlutasambandið Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samband íslenskra sveitarfélaga eru bundin af samþykktum sínum og ekki bær til þess að fara svo með málefni sem varða einstaka sveitarfélög, líkt og hér er gert. Það er alvarleg staða – félagaréttarleg ákvörðun gerð að ályktun sem hefur stjórnsýslulegar lögfylgjur, ráðherra málaflokksins benda á víðtæka samstöðu og Samband íslenskra sveitarfélaga ályktar og fagnar framkvæmdinni. Ég hef ekki dregið dul á skoðun mína varðandi aðkomu Fjórðungssambands Vestfirðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga að þessu yfirtökuverkefni enda er það einfaldlega á skjön við samþykktir og landslög. Ég tel algerlega yfir vafa hafið að allt þetta framangreint stangast á við samþykktir félaganna. Þetta fer gegn inngangsorðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem eru byggð á sjálfsstjórn sveitarfélaga. Þá er og ljóst að framangreint fer gegn Evrópuráðssáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga frá 15. október 1985, enda byggja gildandi sveitarstjórnarlög meira og minna á anda hans um sjálfsstjórn sveitarfélaga. Í 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir einfaldlega: Landið skiptist í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Á þessu ákvæði er enginn fyrirvari – það segir og meinar það sem í texta þess stendur. Sveitarfélög ráða málefnum sínum sjálf. Sama er varið í 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sbr. lög nr. 33/1944. Þar segir einfaldlega: Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Þar sem ekki giltu um þetta önnur lög þegar vinna við grænbók fór í gang, málinu þvælt fyrir landshlutasamtök og að lokum Samband íslenskra sveitarfélaga, má ljóst vera að gildandi lög í landinu voru ekki að leyfa þetta ferli. Segja má að byrjað hafi verið á röngum enda. Ekki var búið að breyta samþykktum landshlutasamtaka til þess að álykta málinu brautargengi, ekki var búið að breyta samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélag svo hægt væri að beita sambandinu þessu til framgöngu. Þá var ekki búið að breyta lögum á Alþingi til þess að allt þetta gæti átt sér stað með lagasetningu sem byggði á víðtækri samstöðu. Sveitarfélögin sem telja undir 1000 íbúa hér við upphaf þings í október 2020 voru þannig misrétti beitt, burtséð frá afstöðu einstakra sveitarfélaga til málsins í raun. Það er vegna þess að í 4. mgr. 2. gr. sveitarstjórnarlaga segir að samráð skuli haft við sveitarfélög um stefnumörkun um málefni þeirra sbr. eftirfarandi í 5. mgr.: Við gerð tillagna að stefnumótandi áætlun og aðgerðaáætlun skv. 4. mgr. skal haft samráð við ráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög. Þá skal haft samráð við hagsmunaaðila eftir þörfum. Horfa skal einnig til þeirrar stefnumörkunar sem fram kemur í byggðaáætlun og sóknaráætlunum sem gerðar eru samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Loks skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli. Ráðherra hefur því farið á svig við 4. mgr. sbr. 5. mgr. 2. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, enda var samráðið einungis að nafninu til. Samráðið fólst í fyrirtöku á Landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september 2019 án þess að það samræmdist samþykktum sambandsins. Og ráðherra veit það og hefur látið vinna því lögfræðiálit sem ekki heldur vatni, enda klipp til. Raunverulegur hvati að því að fækka sveitarfélögunum, sem nú telja 69, er annar. Hann er af fjárhagslegum toga og stafar frá stærstu sveitarfélögum landsins og þeim sem telja yfir 1000 íbúa og telja að þau verði tekin í samfélag þeirra sveitarfélaga sem meira mega sín. Hér er ekki síst skipting gæða úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og sá raunveruleiki að hann gagnast aðeins sumum sveitarfélögum en ekki öllum, 7. liður úr rökum Jóhönnunefndarinnar – jöfnun fjárhags sveitarfélaganna. Jöfnunarsjóðurinn er eins og fyrr segir sprottinn úr töpuðum aðstöðugjöldum sveitarfélaga úr hendi ríkisins og sanngirnisbótum frá ríkinu til sveitarfélaga sem misstu spón úr aski við brotthvarf ríkisins af vettvangi margra sveitarfélaga, minnkuð umsvif og aðstöðumun og fjarlægðar stjórnsýslu og mörgum viðlíka rökum. Þá hafa sveitarfélög ekki nema takmarkaða heimild til skatttekju eða gjaldlagningar og bætir ríkið því þannig upp á með gjaldi í Jöfnunarsjóð. Jöfnunarsjóður jafnar svo þessum gæðum til sveitarfélaga á grundvelli flókinna úthlutunarreglna sem m.a. taka mið af þjónustu og þjónustuþörf. Þannig þykir sumum, sem gleymt hafa tilurð og tilgangi þessa sjóðs, að þar sé um að ræða misskipta ölmusu og þannig sé jafnvel fámennum samfélögum gert hátt undir höfði með fjárframlögum úr sjóðnum á þeirra eigin kostnað. Jöfnunarsjóðnum hinum sama er nú misbeitt til þess að vinna brautargengi grænbókarverkefninu um fækkun sveitarfélaga, en sjóðurinn mun leggja til í sameiningarmál ákveðna fjárhæð á ári og ríkinu ætlað að leggja sjóðnum til eitthvað í móti. Þannig er búið að lofa í þetta verkefni af hendi ríkisins 935 milljónum á næsta fjárhagsári. Það er þó ekki nema brot af kostnaði fari sveitarfélög í sameiningar, enda kosta þær mun meira. Allt að einu fullyrðir ráðherra málaflokksins enn að þetta leiði til sparnaðar á 3,5 – 5 ma króna árlega. Við erum missleipir í stærðfræðinni enda lá leið mín í lögfræði. Ég trúi ekki þessum tölum fyrr en ég sé forsendur sem kunna að gera það líklegt – þær hafa ekki enn komið fram og munu ekki gera það. Á sama tíma og nokkur sveitarfélaga – óháð stærð – ramba á barmi þess að vera ógjaldfær vegna áhrifa af völdum heimsfaraldurs COVID-19 skal enn forgangsraða svona, að leggja í sameiningar með lögþvingan og á svig við lýðræði og sjálfsstjórn sveitarfélaga. Sjálfsstjórns sem tryggð er með sveitarstjórnarlögum, stjórnarskrá, evrópuráðssamningi um sjálfsstjórn sveitarfélaga og með þeim sjálfsagða hlut sem öll okkar stjórnskipan byggir – lýðræðinu sjálfu. Þannig getur ekki verið farið vel með fjármuni og tíma að standa að því að færa til stjórnsýslu í landinu milli sveitarfélaga með tilheyrandi kostnaði á sama tíma og ríkið hefur boðað samdrátt í framlögum til Jöfnunarsjóðsins og sjóðurinn sjálfur boðað samdrátt. Hitt er annað – að þegar slíkt ástand er að baki, gætu mörg sveitarfélaganna 69 ákveðið upp á sitt einsdæmi að ekki sé farsælt að standa fámenn og afskipt í því róti og óvissu sem uppi er. Það er meira en líklegt að vinna megi þessu hljómgrunn með því einu að leyfa þeim að ráða málefnum sínum sjálf án þess að lýðræðið sé neytt ofan í þau eins og þránað lýsi. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ályktað á fundi sínum að rétt sé að skoða sameiningarmál með nágrönnum okkar á Vestfjörðum, enda liggur fyrir að 1200 milljónum sé ætlað hlutverk í sameinuðu sveitarfélagi. Mikil er umhyggjan og um leið væntingar til þess að ná sparnaði með samruna þeirra smáu. Í stórum sveitarfélögum hlýtur á sama hátt að vera meiri fengur og sparnaður með samlegð – eðlilegast væri að hefja slíka vegferð á SV-horninu. Þannig er raunhæft að fá tölur á borð við 3,5 – 5 ma á ári. Örðugt er að standa í vegi fyrir slíku gylliboði og fásinna fyrir sveitarfélag með samstæðureikning innan við 350 milljónir. Allt að einu er Súðavíkurhreppur ennþá eina sveitarfélagið á svæðinu sem ekki skuldar talsvert, en auðvitað segir það ekki alla söguna. Við hefðum þó líkast til getað gert enn betur hefðum við fengið til þess tíma – mörgum öðrum til heilla. Höfundur er sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar