110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. október 2020 16:39 Líkamsræktarstöðvar fengu að opna á ný í dag og bjóða upp á hópatíma. Tækjasalir eru þó enn lokaðir. Vísir/Vilhelm 110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
„Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03