Enski boltinn

Liver­pool með augastað á tveimur varnar­mönnum eftir meiðsli Van Dijk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pickford tæklar Hollendinginn um helgina.
Pickford tæklar Hollendinginn um helgina. John Powell/Liverpool FC

Liverpool er með augun opin varðandi varnarmenn eftir að Virgil van Dijk meiddist í grannaslagnum gegn Everton um helgina. Hann sleit krossband og verður líklega frá út leiktíðina.

Menn hafa verið fljótir til í Bítlaborginni og þeir rauðklæddu hafa verið orðaðir við leikmenn eins og Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Antonio Rudiger hjá Chelsea.

James Pearce, sparkspekingur hjá The Athletic, hefur hins vegar önnur tvö nöfn sem hann telur líklegra að Liverpool reyni að næla í. Það eru þeir Ben White hjá Brighton og Ozan Kabak hjá Schalke.

White sló í gegn hjá Leeds á síðustu leiktíð en hann er samningsbundinn Brighton til ársins 2024. White er líklegri kosturinn en takist þeim ekki að ná að klófesta Englendinginn þá er Kabak næstur í röðinni.

Kabak er tvítugur leikmaður frá Tyrklandi sem hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi frá því að hann kom til Schalke frá Stuttgart.

Leikur Liverpool og Ajax í Meistaradeildinni verður í beinni útsendingu annað kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.30 og öllum leikjum dagsins verður svo gerð skil í Meistaradeildarmörkunum eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×