Fótbolti

Óttar fljótur að skora á Ítalíu

Sindri Sverrisson skrifar
Óttar Magnús Karlsson er farinn að láta til sín taka í Feneyjum.
Óttar Magnús Karlsson er farinn að láta til sín taka í Feneyjum. Venezia FC

Óttar Magnús Karlsson hefur aðeins leikið 27 mínútur fyrir sitt nýja lið Venezia á Ítalíu en er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið.

Óttar fór til Feneyja frá Víkingi R. nú í haust. Hann kom inn á sem varamaður í sínum öðrum leik í ítölsku B-deildinni í gærkvöld og nýtti tímann vel því hann skoraði lokamarkið í 4-0 sigri á Pescara.

Óttar kom inn á á 67. mínútu, þegar staðan var 2-0, og hafði áður komið inn á sem varamaður í skamma stund gegn Frosinone í byrjun mánaðarins.

Mosfellingurinn Bjarki Steinn Bjarkason, sem kom til Venezia frá ÍA í sumar, lék síðasta korterið í leiknum í gær og var það hans fyrsti deildarleikur fyrir ítalska liðið.

Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson voru ekki með Brescia vegna meiðsla þegar liðið tapaði á útivelli gegn Chievo, 1-0.

Venezia er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki en Brescia er með fjögur stig í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×