Hafnfirðingar leita að hundinum Mola: 150 þúsund króna fundarlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 11:32 Fjölskylduhundurinn Moli slapp út af pallinum við heimili sitt á mánudag. Hann varð hræddur og hljóp í burtu. Eigendurnir hafa leitað dag og nótt og bjóða 150.000 króna fundarlaun. Myndir úr einkasafni Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira