Hafnfirðingar leita að hundinum Mola: 150 þúsund króna fundarlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 11:32 Fjölskylduhundurinn Moli slapp út af pallinum við heimili sitt á mánudag. Hann varð hræddur og hljóp í burtu. Eigendurnir hafa leitað dag og nótt og bjóða 150.000 króna fundarlaun. Myndir úr einkasafni Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira