Vafasöm COVID-umræða í gangi; staðir smita ekki, heldur menn Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. október 2020 13:02 Í gær eða fyrradag lagði sóttvarnalæknir að heilbrigðisráðherra með það, að líkamsræktarstövum yrði lokað. Ástæðan var sú, að fyrir nokkru hefðu komið upp tiltekinn fjöldi smita á líkamsræktarstöðvum, sem síðan hefði valdið öðrum smitum. Fyrir mér var þetta vafasamur málflutningur; verustaðir, vinnustaðir eða þjónustustaðir, sem slíkir, smita ekki. Það er bara fólk, sem smitar fólk. Auðvitað kann hættan að vera meiri, þar sem fleiri koma saman, en, í reynd, snýst þetta ekki um fjölda, heldur framferði; nota menn andlitsgrímur, eins og frekast er unnt, halda menn fjarlægð, er loftræsting góð, er fyllsta hreinlætis gætt? Þetta eru ráðandi atriði. Við getum tekið flugvélar, þar sem mikið er af fólki og oft þétt setið - hver upp í öðrum - tímum saman, en a) grímuskylda gildir b) loftræsting er góð. Ekki hefur komið framan, að menn hafi smitast mikið þar, en undirritaður var sjálfur í fjórum svona flugum nýlega. Hin hlið málsins Það kom fram í fréttum, að jafnvel fleiri stundi líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins, en nemendur skóla eru á svæðinu, og, ef þetta er rétt, þá sýnir það, hversu líkamsrækt er mörgum mikilvæg, og, auðvitað, er hún afar dýrmæt fyrir almennt heilsufar. Líkamsrækt er að sjálfsögðu af hinu góða og hluti af því heilbrigða líferni, sem æskilegt er, að þjóðin ástundi. Af þessu má sjá, að sóttvarnalæknir virðist fátt sjá, nema COVID, og það - fyrir mér - með þröngum sjónarvinkli, heldur ekki önnur heilbrigðismál, eins og hér. Sem betur fer tók heilbrigðisráðherra loks af skarið Í fyrstu bylgju, sem var auðvitað mjög alvarleg og illviðráðanleg, enda urðu þá 7 af hverjum 100, sem smituðust, að fara á spítala, og margir í gjörgæzlu, fyrir utan það, að 10 létust, sem var auðvitað það alvarlegasta, þá var eðlilegt, að ráðherra og ríkisstjórn létu sóttvarnasjónarmið ráða, á kostnað nánast alls annars. En nú, í annari bylgju, sem er miklu veikari, aðeins 2 af hverjum 100 þurfa á innlögn að halda, örfáir fara á gjörgæzlu og aðeins 1 hefur látizt, verður vitaskuld að skoða heildarmyndina í vaxandi mæli; ekki aðeins það litla myndbrot mann- og atvinnulífs, sem COVID er. Það var því mikið gleðiefni að sjá, að Svandís Svararsdóttir ákvað nú loks, að taka stjórnvölinn í sínar hendur, og stjórna á grundvelli samræmis og skv. stærri mynd, en bara COVID. Nú þarf hún og ríkisstjórn, að yfirtaka heildarstjórnun, eins og þau voru kjörin til, sóttvarnalæknir heldur auðvitað áfram, að koma með sínar tillögur, eins og hann var ráðinn til, en vonandi fara þær smám saman meira yfir á grundvöll meðalhófs og samræmis. Og, ekki stóð á sumum fjölmiðlum að taka þátt í ruglinu Þegar ráðherra ákvað að fylgja sinni dómgreind og vinna á grundvelli samræmis og meðalhófs, snéru sumir fjölmiðlar sér að ráðherra nánast með ásökunum fyrir það, að hafa ekki fylgt tillögum sóttvarnalæknis. Sumir virðast halda að hann sé nýr kóngur landsins. Í þessu sambandi verður að vekja athygli á því, hversu passívur fréttaflutningur sumra fjölmiðla hefur verið í COVID-málum, meira páfagauks fréttaflutningur, en gagnrýninn og krefjandi fréttaflutningur, eins og fyllstu efni standa til, enda margur fréttamaðurinn fremur ungur, að því er virðist lítið reyndur, og, það, sem verst er; margur fréttamaðurinn virðist lítið skoða eða rannsaka málin, þannig, að hann geti byggt um eiginn vitneskju og þekkingu og krafið sóttvarnalækni og stjórnvöld svara og skýringa á sterkum þekkingarlegum grunni. Sannast þetta bezt á ruglinu um þriðju bylgjuna, sem engin er; við eru enn í annari bylgju. Auðvitað eru frá þessu vanhöldum fréttamanna góðar undan-tekningar, þar sem öflugir fréttamenn eru á ferð og láta sterkleg að sér kveða. „Thank god“. Frekari dæmi um veikingu veirunnar Í gær var það í fréttum, að 5 íbúar á öldrunarheimilinu Eir, væntanlega fólk á áttræðis- eða níræðisaldri, hefði smitast af COVID, án þess að fá afgerandi einkenni eða veikjast alvarlega. Í fyrstu bylgju er hætt við, að þetta hefði getað farið verr, en, sem betur fer, hefur veiran mildast mikið, þannig, að jafnvel þessi aldurshópur, sem er talinn í mestri hættu, slapp áffallalítið frá veirunni. Eins var það í fréttum, að togari hefði komið að landi, með 19 smitaða sjómenn, eftir margra vikna útilegu, og, að enginn hefði veikst alvarlega. Áður hafði komið fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, að helmingur smitaðra, nú í annari bylgju, væri einkennalaus. Það hlýtur að fara að koma að því, að sóttvarnalæknir og ráðamenn - hér og annars staðar - fari að skilja, að fjöldi smita, einn sér, hefur litla þýðingu, heldur aðeins fjöldi þeirra, sem veikjast alvarlega, svo og dauðsföll, en þetta hvorttveggja er, nú í annari bylgju, vart svipur hjá sjón, miðað við það, sem var í fyrstu bylgju. Samkomutakmarkanir ekki endilega af hinu góða 11 veitingamenn í Berlin kærðu opnunar- og afgreiðslu-takmarkanir til dómsstóla þar. Dómur gekk þeim í vil og voru þessar takmarkanir sjórnvalda þar felldar úr gildi. Rökin skildust mér vera þessi: Annars vegar var hér gengið á rétt fólks til samkomu, samveru og athafna, og, hins vegar - og það var fyrir mér stóra málið - taldi dómstóllinn, að smithætta væri í raun minni á veitingastað, eða bar, þar sem grímuskylda, fjarlægðatakmarkanir og faglegar sóttvarnir giltu, enda strangt eftirlit með þeim, en heima fyrir, ef menn væru „hraktir“ þangað, frá veitingastöðum og börum, löngu áður en samveruvilja og samverugleði hefði verið fullnægt; einmitt heimapartí og einkasamkvæmi, þar sem engar reglur giltu og ekkert eftirlit væri, væru helztu smitmiðstöðvarnar (hot spots). Það eru 6 hliðar á teningnum. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær eða fyrradag lagði sóttvarnalæknir að heilbrigðisráðherra með það, að líkamsræktarstövum yrði lokað. Ástæðan var sú, að fyrir nokkru hefðu komið upp tiltekinn fjöldi smita á líkamsræktarstöðvum, sem síðan hefði valdið öðrum smitum. Fyrir mér var þetta vafasamur málflutningur; verustaðir, vinnustaðir eða þjónustustaðir, sem slíkir, smita ekki. Það er bara fólk, sem smitar fólk. Auðvitað kann hættan að vera meiri, þar sem fleiri koma saman, en, í reynd, snýst þetta ekki um fjölda, heldur framferði; nota menn andlitsgrímur, eins og frekast er unnt, halda menn fjarlægð, er loftræsting góð, er fyllsta hreinlætis gætt? Þetta eru ráðandi atriði. Við getum tekið flugvélar, þar sem mikið er af fólki og oft þétt setið - hver upp í öðrum - tímum saman, en a) grímuskylda gildir b) loftræsting er góð. Ekki hefur komið framan, að menn hafi smitast mikið þar, en undirritaður var sjálfur í fjórum svona flugum nýlega. Hin hlið málsins Það kom fram í fréttum, að jafnvel fleiri stundi líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins, en nemendur skóla eru á svæðinu, og, ef þetta er rétt, þá sýnir það, hversu líkamsrækt er mörgum mikilvæg, og, auðvitað, er hún afar dýrmæt fyrir almennt heilsufar. Líkamsrækt er að sjálfsögðu af hinu góða og hluti af því heilbrigða líferni, sem æskilegt er, að þjóðin ástundi. Af þessu má sjá, að sóttvarnalæknir virðist fátt sjá, nema COVID, og það - fyrir mér - með þröngum sjónarvinkli, heldur ekki önnur heilbrigðismál, eins og hér. Sem betur fer tók heilbrigðisráðherra loks af skarið Í fyrstu bylgju, sem var auðvitað mjög alvarleg og illviðráðanleg, enda urðu þá 7 af hverjum 100, sem smituðust, að fara á spítala, og margir í gjörgæzlu, fyrir utan það, að 10 létust, sem var auðvitað það alvarlegasta, þá var eðlilegt, að ráðherra og ríkisstjórn létu sóttvarnasjónarmið ráða, á kostnað nánast alls annars. En nú, í annari bylgju, sem er miklu veikari, aðeins 2 af hverjum 100 þurfa á innlögn að halda, örfáir fara á gjörgæzlu og aðeins 1 hefur látizt, verður vitaskuld að skoða heildarmyndina í vaxandi mæli; ekki aðeins það litla myndbrot mann- og atvinnulífs, sem COVID er. Það var því mikið gleðiefni að sjá, að Svandís Svararsdóttir ákvað nú loks, að taka stjórnvölinn í sínar hendur, og stjórna á grundvelli samræmis og skv. stærri mynd, en bara COVID. Nú þarf hún og ríkisstjórn, að yfirtaka heildarstjórnun, eins og þau voru kjörin til, sóttvarnalæknir heldur auðvitað áfram, að koma með sínar tillögur, eins og hann var ráðinn til, en vonandi fara þær smám saman meira yfir á grundvöll meðalhófs og samræmis. Og, ekki stóð á sumum fjölmiðlum að taka þátt í ruglinu Þegar ráðherra ákvað að fylgja sinni dómgreind og vinna á grundvelli samræmis og meðalhófs, snéru sumir fjölmiðlar sér að ráðherra nánast með ásökunum fyrir það, að hafa ekki fylgt tillögum sóttvarnalæknis. Sumir virðast halda að hann sé nýr kóngur landsins. Í þessu sambandi verður að vekja athygli á því, hversu passívur fréttaflutningur sumra fjölmiðla hefur verið í COVID-málum, meira páfagauks fréttaflutningur, en gagnrýninn og krefjandi fréttaflutningur, eins og fyllstu efni standa til, enda margur fréttamaðurinn fremur ungur, að því er virðist lítið reyndur, og, það, sem verst er; margur fréttamaðurinn virðist lítið skoða eða rannsaka málin, þannig, að hann geti byggt um eiginn vitneskju og þekkingu og krafið sóttvarnalækni og stjórnvöld svara og skýringa á sterkum þekkingarlegum grunni. Sannast þetta bezt á ruglinu um þriðju bylgjuna, sem engin er; við eru enn í annari bylgju. Auðvitað eru frá þessu vanhöldum fréttamanna góðar undan-tekningar, þar sem öflugir fréttamenn eru á ferð og láta sterkleg að sér kveða. „Thank god“. Frekari dæmi um veikingu veirunnar Í gær var það í fréttum, að 5 íbúar á öldrunarheimilinu Eir, væntanlega fólk á áttræðis- eða níræðisaldri, hefði smitast af COVID, án þess að fá afgerandi einkenni eða veikjast alvarlega. Í fyrstu bylgju er hætt við, að þetta hefði getað farið verr, en, sem betur fer, hefur veiran mildast mikið, þannig, að jafnvel þessi aldurshópur, sem er talinn í mestri hættu, slapp áffallalítið frá veirunni. Eins var það í fréttum, að togari hefði komið að landi, með 19 smitaða sjómenn, eftir margra vikna útilegu, og, að enginn hefði veikst alvarlega. Áður hafði komið fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, að helmingur smitaðra, nú í annari bylgju, væri einkennalaus. Það hlýtur að fara að koma að því, að sóttvarnalæknir og ráðamenn - hér og annars staðar - fari að skilja, að fjöldi smita, einn sér, hefur litla þýðingu, heldur aðeins fjöldi þeirra, sem veikjast alvarlega, svo og dauðsföll, en þetta hvorttveggja er, nú í annari bylgju, vart svipur hjá sjón, miðað við það, sem var í fyrstu bylgju. Samkomutakmarkanir ekki endilega af hinu góða 11 veitingamenn í Berlin kærðu opnunar- og afgreiðslu-takmarkanir til dómsstóla þar. Dómur gekk þeim í vil og voru þessar takmarkanir sjórnvalda þar felldar úr gildi. Rökin skildust mér vera þessi: Annars vegar var hér gengið á rétt fólks til samkomu, samveru og athafna, og, hins vegar - og það var fyrir mér stóra málið - taldi dómstóllinn, að smithætta væri í raun minni á veitingastað, eða bar, þar sem grímuskylda, fjarlægðatakmarkanir og faglegar sóttvarnir giltu, enda strangt eftirlit með þeim, en heima fyrir, ef menn væru „hraktir“ þangað, frá veitingastöðum og börum, löngu áður en samveruvilja og samverugleði hefði verið fullnægt; einmitt heimapartí og einkasamkvæmi, þar sem engar reglur giltu og ekkert eftirlit væri, væru helztu smitmiðstöðvarnar (hot spots). Það eru 6 hliðar á teningnum. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar