Erlent

Skemmdar­verk unnin á tugum lista­verka á safna­eyjunni í Ber­lín

Atli Ísleifsson skrifar
Olíukenndum vökva hefur verið sprautað á verkin.
Olíukenndum vökva hefur verið sprautað á verkin. EPA

Skemmdarverk hafa verið unnin á um sjötíu listaverkum og öðrum safngripum á þremur af frægustu listasöfnum þýsku höfuðborgarinnar Berlín.

„Olíukenndum vökva“ virðist hafa verið sprautað á verkin í leyni – bæði á málverk, steinskúlptúra og steinkistur – á Pergamonsafninu, Neues Museum og Alte Nationalgalerie.

Söfnin eru öll á Museuminsel, safnaeyjunni í Berlín, sem er að finna á heimsminjaskrá UNESCO.

Þýskir fjölmiðlar segja að um sé að ræða „einhverja mestu árás á list og fornmuni“ í Þýskalandi á eftirstríðsárunum.

Lögregla og yfirvöld í Berlín hafa haldið skemmdarverkunum leyndum í rúmar þrjár vikur, en lögregla telur að skemmdarverkin hafi átt sér stað þann 3. október síðastliðinn þegar söfnin þrjú voru opin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×