Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 19:39 Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“ Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“
Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira