Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 09:31 Marcus Rashford fagnaði sigri gegn PSG á þriðjudagskvöld en harmaði í gær tap í baráttunni fyrir bættum kjörum barna í Englandi. Getty/Xavier Laine Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford. Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56
Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45
Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti