Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2020 16:00 Dominik Szoboszlai fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Red Bull Salzburg gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær. getty/Michael Molzar Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark þegar Red Bull Salzburg gerði 2-2 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Hinn nítján ára Szoboszlai er ungverskur landsliðsmaður og mætir Íslendingum í umspili um sæti á EM í Búdapest 12. nóvember. Szoboszlai er sparkviss með afbrigðum eins og hann sýndi í leiknum í gær. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk hann boltann á vítateigshorninu vinstra megin eftir hornspyrnu. Szoboszlai beið ekki boðanna, lét vaða og boltinn fór í slána og inn. Hann jafnaði þarna metin í 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Salzburg 2-2 Lokomotiv Moskva Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Szoboszlai fór til Austurríkis 2016 þegar hann gekk í raðir Liefering. Eftir tvö ár þar fór hann til Salzburg þar sem hann hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn besti leikmaður austurrísku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá níu mörk og lagði upp fjórtán í 27 deildarleikjum. Szoboszlai hefur leikið tíu leiki fyrir ungverska A-landsliðið og skorað tvö mörk, bæði með skotum beint úr aukaspyrnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark þegar Red Bull Salzburg gerði 2-2 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Hinn nítján ára Szoboszlai er ungverskur landsliðsmaður og mætir Íslendingum í umspili um sæti á EM í Búdapest 12. nóvember. Szoboszlai er sparkviss með afbrigðum eins og hann sýndi í leiknum í gær. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk hann boltann á vítateigshorninu vinstra megin eftir hornspyrnu. Szoboszlai beið ekki boðanna, lét vaða og boltinn fór í slána og inn. Hann jafnaði þarna metin í 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Salzburg 2-2 Lokomotiv Moskva Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Szoboszlai fór til Austurríkis 2016 þegar hann gekk í raðir Liefering. Eftir tvö ár þar fór hann til Salzburg þar sem hann hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn besti leikmaður austurrísku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá níu mörk og lagði upp fjórtán í 27 deildarleikjum. Szoboszlai hefur leikið tíu leiki fyrir ungverska A-landsliðið og skorað tvö mörk, bæði með skotum beint úr aukaspyrnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira