Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 15:59 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstólinn í Varsjá áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það. Pólland Þungunarrof Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira