Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 19:20 Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, segist ætla að mynda nýja ríkisstjórn fljótt. AP/Hussein Malla Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum. Hariri gegndi einnig embættinu á árunum 2009 til 2011. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Þær sömu ráðandi fylkingar og hafa nú gert hinn fimmtíu ára gamla Hariri forsætisráðherra í þriðja skiptið en þetta er í fjórða sinn sem hann myndar ríkisstjórn. Í ræðu Hariri eftir að hann var skipaður í embætti sagðist hann fljótt ætla að stofna ríkisstjórn skipaða sérfræðingum eða tæknikrötum. Hann sagði það nauðsynlegt því tíminn væri að renna út fyrir Líbanon og þetta væri mögulega síðasta tækifærið til að bjarga ríkinu, samkvæmt frétt CNN. Hann sagði að ríkisstjórn hans yrði ekki pólitísk og markmið hennar væri að gera umfangsmiklar umbætur. Þingmeirihluti landsins, sem nýtur stuðnings Hezbollah, hefur lýst sig mótfallinn því að stofna ríkisstjórn tæknikrata. Hassan Diab, síðasti forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér í sumar eftir að gríðarstór og mannskæð sprenging varð í höfn Beirút. Þegar Diab sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi. Þessi skipting er meðal þess sem mótmælendur í Líbanon hafa krafist að verði breytt. Köllum íbúa eftir umbótum hefur hingað til ekki verið svarað. Samkvæmt frétt Guardian hafa ráðandi öfl í landinu frekar þráast við og sett sig gegn umbótum, bæði efnahagslegum og stjórnarfarslegum. Staða landsins hefur versnað töluvert frá því í sumar. Ríkið hefur ekki getað borgað afborganir af miklum lánum sínum og skortur hefur myndast á ýmsum nauðsynjum eins og eldsneyti og hveiti. Þar að auki hefur gjaldmiðill landsins tapað um 80 prósentum af verðmæti sínu og óðaverðbólga hefur leitt til mikilla verðhækkana. Líbanon Tengdar fréttir Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum. Hariri gegndi einnig embættinu á árunum 2009 til 2011. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Þær sömu ráðandi fylkingar og hafa nú gert hinn fimmtíu ára gamla Hariri forsætisráðherra í þriðja skiptið en þetta er í fjórða sinn sem hann myndar ríkisstjórn. Í ræðu Hariri eftir að hann var skipaður í embætti sagðist hann fljótt ætla að stofna ríkisstjórn skipaða sérfræðingum eða tæknikrötum. Hann sagði það nauðsynlegt því tíminn væri að renna út fyrir Líbanon og þetta væri mögulega síðasta tækifærið til að bjarga ríkinu, samkvæmt frétt CNN. Hann sagði að ríkisstjórn hans yrði ekki pólitísk og markmið hennar væri að gera umfangsmiklar umbætur. Þingmeirihluti landsins, sem nýtur stuðnings Hezbollah, hefur lýst sig mótfallinn því að stofna ríkisstjórn tæknikrata. Hassan Diab, síðasti forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér í sumar eftir að gríðarstór og mannskæð sprenging varð í höfn Beirút. Þegar Diab sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi. Þessi skipting er meðal þess sem mótmælendur í Líbanon hafa krafist að verði breytt. Köllum íbúa eftir umbótum hefur hingað til ekki verið svarað. Samkvæmt frétt Guardian hafa ráðandi öfl í landinu frekar þráast við og sett sig gegn umbótum, bæði efnahagslegum og stjórnarfarslegum. Staða landsins hefur versnað töluvert frá því í sumar. Ríkið hefur ekki getað borgað afborganir af miklum lánum sínum og skortur hefur myndast á ýmsum nauðsynjum eins og eldsneyti og hveiti. Þar að auki hefur gjaldmiðill landsins tapað um 80 prósentum af verðmæti sínu og óðaverðbólga hefur leitt til mikilla verðhækkana.
Líbanon Tengdar fréttir Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53
Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58
Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00