Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 21:14 Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. Sú tala er mun hærri en ríkin tvö hafa í ljós látið. Pútín sagði þetta á fundi sem var sjónvarpaður í dag og sagðist hann ræða við bæði ríki oft á dag og hefur haldið því til haga að hann muni ekki taka afstöðu með öðru hvoru ríkinu í deilum þeirra um héraðið. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þá sagði hann að yfirvöld í Moskvu séu ósammála tyrkneskum yfirvöldum – sem styðja Aserbaídsjan í deilunum – í afstöðu þeirra til deilnanna. Hann hefur einnig kallað eftir því að Bandaríkin aðstoði við að tryggja frið á svæðinu. Bæði Armenía og Aserbaídsjan hafa sakað hvort annað um að hafa brotið vopnahlé í Nagorno-Karabakh sem sett var á vegna mannúðarástæðna. Segja mun færri hafa látist Átök milli ríkjanna í héraðinu brutust út í september. Héraðið hefur lengi verið alþjóðlega samþykkt sem hluti af Aserbaídsjan en íbúar þess eru að mestum hlut Armenar, og snúast deilurnar að miklu leyti um þjóðerni íbúa þess. Átök á svæðinu hafa ekki verið meiri í rúm 25 ár eða frá því að sex ára stríði um landssvæðið lauk árið 1994 með vopnahléi. Rússland er í hernaðarbandalagi við Armeníu og er rússnesk herstöð staðsett þar í landi. Rússland á hins vegar ríka sögu og mikil tengsl við Aserbaídsjan en bæði ríkin voru hluti af Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. „Dauðsföllin eru mun fleiri hjá báðum hliðum, meira en 2.000 hjá hvoru ríki,“ sagði Pútín á fundinum í dag og bætti hann við að dauðsföllin nálguðust fimm þúsund. Talan er mun hærri en þær sem Aserbaídsjan og Armenía hafa gefið út, og segja nýjustu dánartölur að dauðsföll séu færri en þúsund. Yfirvöld í Nagorno-Karabakh segja að 874 af hermönnum þeirra hafi fallið og 37 almennir borgarar frá því þann 27. september. Aserbaídsjan hefur gefið út að 61 aserskir borgarar hafi dáið en hafa ekki greint frá fjölda dáinna hermanna. Aserbaídsjan Armenía Rússland Tengdar fréttir Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. Sú tala er mun hærri en ríkin tvö hafa í ljós látið. Pútín sagði þetta á fundi sem var sjónvarpaður í dag og sagðist hann ræða við bæði ríki oft á dag og hefur haldið því til haga að hann muni ekki taka afstöðu með öðru hvoru ríkinu í deilum þeirra um héraðið. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þá sagði hann að yfirvöld í Moskvu séu ósammála tyrkneskum yfirvöldum – sem styðja Aserbaídsjan í deilunum – í afstöðu þeirra til deilnanna. Hann hefur einnig kallað eftir því að Bandaríkin aðstoði við að tryggja frið á svæðinu. Bæði Armenía og Aserbaídsjan hafa sakað hvort annað um að hafa brotið vopnahlé í Nagorno-Karabakh sem sett var á vegna mannúðarástæðna. Segja mun færri hafa látist Átök milli ríkjanna í héraðinu brutust út í september. Héraðið hefur lengi verið alþjóðlega samþykkt sem hluti af Aserbaídsjan en íbúar þess eru að mestum hlut Armenar, og snúast deilurnar að miklu leyti um þjóðerni íbúa þess. Átök á svæðinu hafa ekki verið meiri í rúm 25 ár eða frá því að sex ára stríði um landssvæðið lauk árið 1994 með vopnahléi. Rússland er í hernaðarbandalagi við Armeníu og er rússnesk herstöð staðsett þar í landi. Rússland á hins vegar ríka sögu og mikil tengsl við Aserbaídsjan en bæði ríkin voru hluti af Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. „Dauðsföllin eru mun fleiri hjá báðum hliðum, meira en 2.000 hjá hvoru ríki,“ sagði Pútín á fundinum í dag og bætti hann við að dauðsföllin nálguðust fimm þúsund. Talan er mun hærri en þær sem Aserbaídsjan og Armenía hafa gefið út, og segja nýjustu dánartölur að dauðsföll séu færri en þúsund. Yfirvöld í Nagorno-Karabakh segja að 874 af hermönnum þeirra hafi fallið og 37 almennir borgarar frá því þann 27. september. Aserbaídsjan hefur gefið út að 61 aserskir borgarar hafi dáið en hafa ekki greint frá fjölda dáinna hermanna.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Tengdar fréttir Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38
Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46
Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41