Dæmdur fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu og nýjum kærasta hennar Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 09:47 Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að beita fyrrverandi sambýliskonu sinni hótunum og hóta kærasta hennar líkamsmeiðingar eða lífláti. Þá hótaði maðurinn því einnig að drepa sjálfan sig. Maðurinn kom hótununum á framfæri til fyrrverandi sambýliskonunnar í smáskilaboðum og á Messenger fyrr á þessu ári. Í skilaboðum til fyrrverandi sambýliskonunnar, sem send voru á hlaupársdegi, segir dæmdi að hann „[ætli] að láta [kærasta hennar] hverfa“ „í holu“ og að hann muni fá að „finna fyrir því“. Segist dæmdi sama hvort hann „[endi] í klefa“. Degi síðar sendi dæmdi smáskilaboð til konunnar þar sem hann segir að „[það eigi] eftir að gerast mjög ljótur atburður sem tengist þér“. „Það [mun] einn eða tveir deyja hann eða ég eða báðir það er á hreinu ég ætla að byrja á honum svo verð það ég þetta verður geðveikt,“ segir í skilaboðunum. Hinn dæmdi játaði skýlaust sök og segir í dómnum að hann hafi að undanförnu átt við vanheilsu að stríða. Dómurinn telur rétt að skilorðsbinda refsinguna, en að með háttsemi sinni hafi ákærði bakað sér bótaskyldu gagnvart konunni. Þóttu bæturnar hæfilegar 200 þúsund krónur, auk vaxta. Saksóknari hafi krafist miskabóta að fjárhæð 600 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að beita fyrrverandi sambýliskonu sinni hótunum og hóta kærasta hennar líkamsmeiðingar eða lífláti. Þá hótaði maðurinn því einnig að drepa sjálfan sig. Maðurinn kom hótununum á framfæri til fyrrverandi sambýliskonunnar í smáskilaboðum og á Messenger fyrr á þessu ári. Í skilaboðum til fyrrverandi sambýliskonunnar, sem send voru á hlaupársdegi, segir dæmdi að hann „[ætli] að láta [kærasta hennar] hverfa“ „í holu“ og að hann muni fá að „finna fyrir því“. Segist dæmdi sama hvort hann „[endi] í klefa“. Degi síðar sendi dæmdi smáskilaboð til konunnar þar sem hann segir að „[það eigi] eftir að gerast mjög ljótur atburður sem tengist þér“. „Það [mun] einn eða tveir deyja hann eða ég eða báðir það er á hreinu ég ætla að byrja á honum svo verð það ég þetta verður geðveikt,“ segir í skilaboðunum. Hinn dæmdi játaði skýlaust sök og segir í dómnum að hann hafi að undanförnu átt við vanheilsu að stríða. Dómurinn telur rétt að skilorðsbinda refsinguna, en að með háttsemi sinni hafi ákærði bakað sér bótaskyldu gagnvart konunni. Þóttu bæturnar hæfilegar 200 þúsund krónur, auk vaxta. Saksóknari hafi krafist miskabóta að fjárhæð 600 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira