Engin Söngvakeppni og Daði í Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 11:04 Daði Freyr vann Söngvakeppnina á síðasta ári en fékk ekki að fara í lokakeppnina. Hann mætir samt sem áður á næsta ári. RÚV Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu sigraði Söngvakeppnina 2020 en vegna COVID-19 var hætt við Eurovision sem átti að fara fram í Rotterdam. Lagið sló þó heldur betur í gegn en það hefur nú þegar þetta er skrifað verið spilað tæplega 55 milljón sinnum á Spotify. Lagið vann áhorfendaverðlaunin í mörgum löndum Evrópu, m.a. í öllum hinum norrænu löndunum. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV er ánægður með að Daði Freyr hafi þekkst boðið um að taka aftur þátt. Vísir ræddi við Skarphéðinn fyrir ekki svo löngu þegar sá orðrómur fór af stað að Daði myndi keppa fyrir Íslands hönd. „Daði sigraði Söngvakeppnina 2020 með yfirburðum og viðtökurnar við íslenska framlaginu hafa aldrei verið svona góðar. Við erum því afar ánægð og stolt af því að geta sent þennan frábæra tónlistarmann og hans fólk út eins og til stóð að gera síðast. Auðvitað þurfti að skoða margt þegar þessi ákvörðun var tekin en eftir mikla umhugsun fannst okkur þetta það eina rétta í stöðunni, ekki síst í ljósi hinnar fordæmalausu stöðu sem upp kom í ár að engin Eurovision-keppni hafi verið haldin í fyrsta skipti í sögunni. Okkur fannst það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir Skarphéðinn og bætir við: „Við teljum að þjóðin vilji eindregið að Daði og Gagnamagnið keppi fyrir okkar hönd í þessari keppni. Auk þess er óvissan svo mikil í dag að það er ekki einu sinni víst að við getum haldið Söngvakeppni í febrúar með almennilegum hætti.“ Allir með Daði Freyr segist vera er afar spenntur fyrir því að fá að standa á Eurovision-sviðinu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ástæðan fyrir því að ég keppti í Söngvakeppninni 2020 var til að prófa að fara með Gagnamagnskrökkunum að upplifa Eurovision innan frá. Við stefndum alltaf að því að sjá hversu langt við gætum komist í keppninni og það verður eins á næsta ári. Allt Gagnamagnið verður með. Aðalatriðið í þessu er að það verði gaman en ég held að það sé mest gaman að vinna. Nú vona ég bara að það verði haldin alvöru keppni,“ segir hann. „Ég er kominn með nokkrar pælingar varðandi lagið en ekkert sem er ákveðið. Ég veit reyndar hvernig tónlistarmyndbandið verður og er með nokkur lykilatriði sem þurfa að koma fram í sviðsetningunni, svo ég mun semja lagið í kringum það. Ég mun reyna að semja lag sem passar við atriðið en ekki öfugt, Júró er alveg sér dæmi. En þetta verður stuðlag, það er alveg á hreinu. Allt sem er gaman.“ Enginn Söngvakeppni Það er því ljóst að það verður engin Söngvakeppni á næsta ári. Keppnin hefur verið með allra stærstu sjónvarpsviðburðum landsins síðustu ár en Skarphéðinn biður aðdáendur keppninnar að örvænta ekki. „Við verðum að sjálfsögðu með öfluga tónlistardagskrá í febrúar og mars, á þeim tíma sem Söngvakeppnin hefði farið fram og sú dagskrá mun að einhverju leyti tengjast Söngvakeppninni og Eurovision,“ segir hann. Þegar er hafinn undirbúningur að veglegri dagskrá þar sem tónlist og skemmtun verða í öndvegi. Eurovision-söngvakeppnin verður í Rotterdam 18., 20. og 22. maí 2021. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu sigraði Söngvakeppnina 2020 en vegna COVID-19 var hætt við Eurovision sem átti að fara fram í Rotterdam. Lagið sló þó heldur betur í gegn en það hefur nú þegar þetta er skrifað verið spilað tæplega 55 milljón sinnum á Spotify. Lagið vann áhorfendaverðlaunin í mörgum löndum Evrópu, m.a. í öllum hinum norrænu löndunum. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV er ánægður með að Daði Freyr hafi þekkst boðið um að taka aftur þátt. Vísir ræddi við Skarphéðinn fyrir ekki svo löngu þegar sá orðrómur fór af stað að Daði myndi keppa fyrir Íslands hönd. „Daði sigraði Söngvakeppnina 2020 með yfirburðum og viðtökurnar við íslenska framlaginu hafa aldrei verið svona góðar. Við erum því afar ánægð og stolt af því að geta sent þennan frábæra tónlistarmann og hans fólk út eins og til stóð að gera síðast. Auðvitað þurfti að skoða margt þegar þessi ákvörðun var tekin en eftir mikla umhugsun fannst okkur þetta það eina rétta í stöðunni, ekki síst í ljósi hinnar fordæmalausu stöðu sem upp kom í ár að engin Eurovision-keppni hafi verið haldin í fyrsta skipti í sögunni. Okkur fannst það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir Skarphéðinn og bætir við: „Við teljum að þjóðin vilji eindregið að Daði og Gagnamagnið keppi fyrir okkar hönd í þessari keppni. Auk þess er óvissan svo mikil í dag að það er ekki einu sinni víst að við getum haldið Söngvakeppni í febrúar með almennilegum hætti.“ Allir með Daði Freyr segist vera er afar spenntur fyrir því að fá að standa á Eurovision-sviðinu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ástæðan fyrir því að ég keppti í Söngvakeppninni 2020 var til að prófa að fara með Gagnamagnskrökkunum að upplifa Eurovision innan frá. Við stefndum alltaf að því að sjá hversu langt við gætum komist í keppninni og það verður eins á næsta ári. Allt Gagnamagnið verður með. Aðalatriðið í þessu er að það verði gaman en ég held að það sé mest gaman að vinna. Nú vona ég bara að það verði haldin alvöru keppni,“ segir hann. „Ég er kominn með nokkrar pælingar varðandi lagið en ekkert sem er ákveðið. Ég veit reyndar hvernig tónlistarmyndbandið verður og er með nokkur lykilatriði sem þurfa að koma fram í sviðsetningunni, svo ég mun semja lagið í kringum það. Ég mun reyna að semja lag sem passar við atriðið en ekki öfugt, Júró er alveg sér dæmi. En þetta verður stuðlag, það er alveg á hreinu. Allt sem er gaman.“ Enginn Söngvakeppni Það er því ljóst að það verður engin Söngvakeppni á næsta ári. Keppnin hefur verið með allra stærstu sjónvarpsviðburðum landsins síðustu ár en Skarphéðinn biður aðdáendur keppninnar að örvænta ekki. „Við verðum að sjálfsögðu með öfluga tónlistardagskrá í febrúar og mars, á þeim tíma sem Söngvakeppnin hefði farið fram og sú dagskrá mun að einhverju leyti tengjast Söngvakeppninni og Eurovision,“ segir hann. Þegar er hafinn undirbúningur að veglegri dagskrá þar sem tónlist og skemmtun verða í öndvegi. Eurovision-söngvakeppnin verður í Rotterdam 18., 20. og 22. maí 2021.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira