„Leitinni er lokið. Huginn fannst andvana í garði ekki langt frá heimili sínu,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem auglýsti eftir kettinum sínum fyrr í dag á Facebook og Vísir greindi frá.
„Dánarorsök óþekkt. Djúpvitur köttur, fagur og yndislegur horfinn á vit feðra sinna. Við sitjum eftir í botnlausri sorginni.“