Lífið

Ótrúlegur hæfileiki Matta Matt: Talar og syngur aftur á bak

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Matti Matt sýndi óvæntan hæfileika í síðasta þætti af Í kvöld er gigg. 
Matti Matt sýndi óvæntan hæfileika í síðasta þætti af Í kvöld er gigg.  Skjáskot

„Þetta er í alvörunni! Hann getur talað aftur á bak,“ sagði Ingó Veðurguð um söngvarann Matta Matt síðasta föstudagskvöld.

Í kjölfarið þuldi Ingó upp setningar sem Matti flutti svo aftur á bak án þess að taka sér tíma í að hugsa.

„Það sem ég óttast mest með þennan hæfileika er að það á enginn eftir að muna eftir söngvaranum Matta Matt,“ sagði Matti og uppskar mikinn hlátur úr sal. 

Eftir að þylja upp þónokkrar setningar aftur á bak endar hann á því að syngja gamlan lagstúf sem margir ættu að kannast við frá áttunda áratugnum. Gömlu Toro-auglýsinguna. 

Í næsta þætti af Í kvöld er gigg verður sannkölluð aldamótastemmning. Gestir þáttarins eru engir aðrir en poppstjörnurnar Birgitta Haukdal, Hreimur Örn og Gunni Óla. 

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 eftir kvöldfréttir kl. 18:50. 


Tengdar fréttir

Ingó lyftir Jóni Viðari upp í faraldrinum

Jón Viðar Jónsson sem oft hefur verið kallaður gagnrýnandi Íslands fór fögrum orðum um þáttinn Í kvöld er gigg á Facebook síðu sinni um helgina. 

Sjáðu magnaðan flutning Magna á laginu Heroes

Það var var glatt á hjalla og mikil stemmning þetta föstudagskvöldið í þættinum Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins að þessu sinni voru engir aðrir en stórsöngvararnir og gleðitríóið þeir Matti Matt, Magni Ásgeirs og Jónsi í svörtum fötum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.