Innlent

Al­var­legt slys á barni í Hörg­ár­sveit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Barnið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri áður en það var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Barnið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri áður en það var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt slys varð á barni á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit í dag. Barnið var flutt slasað á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. RÚV greinir frá málinu.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út að leikskólanum um klukkan tvö í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfesti þetta í samtali við RÚV í dag en hvorki er vitað um líðan barnsins né um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×