Alvarlegt slys varð á barni á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit í dag. Barnið var flutt slasað á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. RÚV greinir frá málinu.
Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út að leikskólanum um klukkan tvö í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfesti þetta í samtali við RÚV í dag en hvorki er vitað um líðan barnsins né um tildrög slyssins.