Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 14:12 Allt heimilis- og starfsfólk Sólvalla er í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist á heimilinu. Vísir/Ja.is Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34
76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07