Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 14:12 Allt heimilis- og starfsfólk Sólvalla er í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist á heimilinu. Vísir/Ja.is Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34
76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07