Innlent

Búið að taka sýni af öllum á Reykjalundi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sextán sjúklingar á Reykjalundi bíða niðurstaðna. 
Sextán sjúklingar á Reykjalundi bíða niðurstaðna.  Vísir/Egill

Sýnataka fór fram á Reykjalundi í dag eftir að tveir starfsmenn greindust með kórónuveiruna í fyrrakvöld. Hátt í þrjátíu starfsmenn eru í sóttkví og sextán sjúklingar.

„Núna bíðum við bara eftir niðurstöðum en þeirra er að líkindum að vænta síðar í dag,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Smitið kom upp hjá starfsfólki á sólarhringsdeild Reykjalundar og voru allir sjúklingar sendir í sóttkví í kjölfarið.

„Reykjalundur er búinn að vera í sóttvarnarhólfum síðustu vikur og þessi deild hefur núna verið einangruð,“ segir Pétur. Aðspurður segir hann ekki þurft að kalla til bakvarðasveit og telur Reykjalund ágætlega í stakk búinn til að takast á við stöðuna.

„Við höfum leitað til annarra starfsmenna í húsinu um að koma til aðstoðar og fólk hefur brugðist vel við því,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×