Hagfræði launaþjófnaðar Nanna Hermannsdóttir skrifar 25. október 2020 09:00 Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar