Efni úr endurunnum plastflöskum notað í úlpur 66° Norður Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. október 2020 13:00 Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður talar um mikilvægi þess að ekki sé nóg að fataframleiðslan sjálf sé umhverfisvæn heldur þurfi líka að hugsa út í það hvernig flíkin endist. Aðsend mynd “Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi. Sæunn hefur starfað sem fatahönnuður hjá 66° Norður frá árinu 2011 og komið að hönnun og þróun fjölmargra vörulína fyrirtækisins á þeim tíma. Úlpa framleidd úr endurunnum plastflöskum Ein vinsælasta yfirhöfn merkisins í fyrra var vafalaust úlpan Dyngja og mátti sjá unga sem aldna skarta úlpunni síðasta vetur. “Það er virkilega ánægjulegt að geta núna boðið upp á Dyngju dúnúlpurnar úr nýju endurunnu efni,” segir Sæunn en ný umhverfisvænni útgáfa af Dyngju kom í búðir í haust. Síðan 66° Norður var stofnað árið 1926, segir Sæunn það hafa verið rauðan þráð í starfseminni að framleiða endingargóðar flíkur. “Það er hluti af framleiðslunni hjá okkur að vera stöðugt í leit að umhverfisvænni og sjálfbærari efnum. Efnum sem eyðast í náttúrunni eða efnum sem gerð eru úr endurunnum efnum eins og plasti. Ytra byrði nýju útgáfunnar af Dyngju er sem dæmi pólýester sem unnið er úr plastflöskum.” Dúnúlpan Dyngja hefur nú verið endurframleidd á umhverfisvænni hátt en ytra lagið er unnið úr endurnýttum plastflöskum. 66° Nordur Mikil áhersla er lögð á val á hráefnum í framleiðsluna að Sæunnar sögn og miklar kröfur gerðar um að gæði. Lykilatriði segir Sæunn að notagildi og ending fari þar saman. “Við notum endurunnin, uppunnin, lífbrjótanleg eða lífræn náttúruleg efni þegar kostur er á. En það þarf að hugsa vel út í það að allir þessir þættir fari saman. Í okkar augum er einnig stór þáttur í sjálfbærni að framleiða vöru sem endist og nýtist til lengri tíma.” Fyrirtækið hefur frá stofnun rekið eigin verkmiðjur og saumaverkstæði þar sem við tökum á móti öllum okkar vörum og gerum við þær ef á þarf að halda. Sjálfbærni og að nýta allt til fullnustu hefur því í raun alltaf verið lykilþáttur í okkar nálgun og starfsemi. Eitt fyrsta fatafyrirtækið sem notaði efni úr endurunnu plasti í fatnað sinn er bandaríska útivistarmerkið Patagonia en fyrirtækið hefur alla tíð verið leiðandi í umhverfisstefnu í fataiðnaðinum. Ein frægasta auglýsingaherferð Patagonia er tvímælalaust þegar þau notuðu slagorðið EKKI KAUPA ÞENNAN JAKKA (Don't buy this jacked) yfir mynd af nýjum jakka merkisins. Með þessu sögðu talsmenn Patagonia að þau væru með þessu að reyna að hvetja neytendur til umhugsunar um kauphegðun sína. Kaupa frekar flíkur sem endast lengur og fylgja ekki öllum tískubylgjum. Herferðin var umdeild en hafði óneitanlega áhrif á viðhorf fólks til fataauglýsinga. Fatamerki víðs vegar um heim, bæði tískumerki og útivistarmerki, einbeita sér nú í meira mæli að notkun sjálfbærari efna og umhverfisvænni framleiðslu. Sem dæmi um merki má nefna hátískumerkin Stella McCartney, Pada og Gucci og útivistarmerkin Fjallraven og Houdini. Endurunnið sjávarplast notað í efnaframleiðslu Sæunn segir að í framleiðsluferli 66°Norður leiti þau markvisst uppi efnaframleiðendur sem eru framarlega í nýsköpun og að þeir leggi áherslu á þróun sjálfbærari efna. Þeir efnaframleiðendur sem við vinnum með sérhæfa sig í tæknilegum efnum þar sem endurunnið plast er mikið notað. Við erum til að mynda að nota efni sem unnin eru úr endurunnu sjávarplasti. Við leggjum mikla áherslu á að nota slík efni enda er mikilvægt að fullnýta þau gerviefni þarna úti sem þegar hafa verið framleidd. Með breyttum tímum og vitundarvakningu fólks í umhverfismálum segir Sæunn að þau finni fyrir aukinni eftirspurn eftir fatnaði sem framleiddur sé á umhverfisvænan hátt. “Eftirspurnin er auðvitað mikil en þetta er líka það sem við sjálf teljum réttast að gera. Það er líka umhverfisvænt að kaupa sér flíkur sem endast og virka vel í íslenskum aðstæðum. Það að kaupa sér flík sem endist í mörg ár er til dæmis miklu vistvænna en að kaupa sér nýja flík á hverju ári.” Úlpur sem ganga í erfðir Að nýta efni sem verður afgangs við framleiðslu segir hún mikilvægan þátt í umhverfisvænni stefnu fataframleiðenda. “Við leggjum mikla áherslu á að nýta afgangsefni og höfum gert í mörg ár. Vík hanskarnir eru gott dæmi um vöru hjá okkur sem er framleidd úr afgangsefnum en þeir hafa verið í línunni í 15 ár.” Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina. Þetta eru flíkur sem ættu að geta gengið í erfðir. Það er í mörg horn að líta þegar hugsa á út í hvað er umhverfisvænt og hvað ekki og getur framleiðsluferlið því verið mjög flókið. Sæunn segir meðal annars litarefni í flíkum vera eitt af því sem fólk átti sig kannski ekki á að geti mengað. “Stefnan er alltaf á að framleiða allan fatnað á sem umhverfisvænastan hátt og nýta endurunnin efni enn frekar eins og hægt er. Einnig er orðið meira um efni sem eru lituð með náttúrulegum litum og þurfa lítið af vatni við litunina en þetta allt skiptir máli.” Sæunn segir neytendur orðna meðvitaðri um fatakaup sín og geri bæði kröfum um að flikur séu framleiddar á umhverfisvænan hátt og endist betur. 66°Norður Umhverfismeðvitund neytenda hvatning Sæunn segir fyrirtækið nú þegar vera með hátt hlutfall endurunna efni í framleiðslu sinni og sem dæmi er öll örtrefjaeinangrun fatnaðar þeirra að langmestum hluta úr endurunnum efnum eða 80% þess. “Núna erum við byrjuð að nota efni sem eru svokölluð no-micro efni. Kosturinn við það efni er sá að efnisagnir leysast ekki úr flíkinni í þvotti og þaðan út í umhverfið.” Finnið þið fyrir breyttum áherslum í kauphegðun neytendenda síðustu ár? Já, neytendur eru orðnir miklu meðvitaðri um umhverfið sitt og liður í því er að ganga í umhverfisvænni flíkum. Við lítum svo á að það er alltaf hægt að gera betur í framleiðslunni og er því aukin umhverfismeðvitund neytenda okkur mikil hvatning. “Framleiðsluferlið okkar byggir á hringrásarkerfi og er nú aðgengilegt á nýrri vefsíðu okkar. Við viljum koma þessum upplýsingum meira á framfæri þannig að neytendur séu meðvitaðri um framleiðsluna á flíkum okkar og hvað við erum að gera í umhverfismálum almennt,” segir Sæunn að lokum. Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 „Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna. 8. september 2020 15:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
“Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi. Sæunn hefur starfað sem fatahönnuður hjá 66° Norður frá árinu 2011 og komið að hönnun og þróun fjölmargra vörulína fyrirtækisins á þeim tíma. Úlpa framleidd úr endurunnum plastflöskum Ein vinsælasta yfirhöfn merkisins í fyrra var vafalaust úlpan Dyngja og mátti sjá unga sem aldna skarta úlpunni síðasta vetur. “Það er virkilega ánægjulegt að geta núna boðið upp á Dyngju dúnúlpurnar úr nýju endurunnu efni,” segir Sæunn en ný umhverfisvænni útgáfa af Dyngju kom í búðir í haust. Síðan 66° Norður var stofnað árið 1926, segir Sæunn það hafa verið rauðan þráð í starfseminni að framleiða endingargóðar flíkur. “Það er hluti af framleiðslunni hjá okkur að vera stöðugt í leit að umhverfisvænni og sjálfbærari efnum. Efnum sem eyðast í náttúrunni eða efnum sem gerð eru úr endurunnum efnum eins og plasti. Ytra byrði nýju útgáfunnar af Dyngju er sem dæmi pólýester sem unnið er úr plastflöskum.” Dúnúlpan Dyngja hefur nú verið endurframleidd á umhverfisvænni hátt en ytra lagið er unnið úr endurnýttum plastflöskum. 66° Nordur Mikil áhersla er lögð á val á hráefnum í framleiðsluna að Sæunnar sögn og miklar kröfur gerðar um að gæði. Lykilatriði segir Sæunn að notagildi og ending fari þar saman. “Við notum endurunnin, uppunnin, lífbrjótanleg eða lífræn náttúruleg efni þegar kostur er á. En það þarf að hugsa vel út í það að allir þessir þættir fari saman. Í okkar augum er einnig stór þáttur í sjálfbærni að framleiða vöru sem endist og nýtist til lengri tíma.” Fyrirtækið hefur frá stofnun rekið eigin verkmiðjur og saumaverkstæði þar sem við tökum á móti öllum okkar vörum og gerum við þær ef á þarf að halda. Sjálfbærni og að nýta allt til fullnustu hefur því í raun alltaf verið lykilþáttur í okkar nálgun og starfsemi. Eitt fyrsta fatafyrirtækið sem notaði efni úr endurunnu plasti í fatnað sinn er bandaríska útivistarmerkið Patagonia en fyrirtækið hefur alla tíð verið leiðandi í umhverfisstefnu í fataiðnaðinum. Ein frægasta auglýsingaherferð Patagonia er tvímælalaust þegar þau notuðu slagorðið EKKI KAUPA ÞENNAN JAKKA (Don't buy this jacked) yfir mynd af nýjum jakka merkisins. Með þessu sögðu talsmenn Patagonia að þau væru með þessu að reyna að hvetja neytendur til umhugsunar um kauphegðun sína. Kaupa frekar flíkur sem endast lengur og fylgja ekki öllum tískubylgjum. Herferðin var umdeild en hafði óneitanlega áhrif á viðhorf fólks til fataauglýsinga. Fatamerki víðs vegar um heim, bæði tískumerki og útivistarmerki, einbeita sér nú í meira mæli að notkun sjálfbærari efna og umhverfisvænni framleiðslu. Sem dæmi um merki má nefna hátískumerkin Stella McCartney, Pada og Gucci og útivistarmerkin Fjallraven og Houdini. Endurunnið sjávarplast notað í efnaframleiðslu Sæunn segir að í framleiðsluferli 66°Norður leiti þau markvisst uppi efnaframleiðendur sem eru framarlega í nýsköpun og að þeir leggi áherslu á þróun sjálfbærari efna. Þeir efnaframleiðendur sem við vinnum með sérhæfa sig í tæknilegum efnum þar sem endurunnið plast er mikið notað. Við erum til að mynda að nota efni sem unnin eru úr endurunnu sjávarplasti. Við leggjum mikla áherslu á að nota slík efni enda er mikilvægt að fullnýta þau gerviefni þarna úti sem þegar hafa verið framleidd. Með breyttum tímum og vitundarvakningu fólks í umhverfismálum segir Sæunn að þau finni fyrir aukinni eftirspurn eftir fatnaði sem framleiddur sé á umhverfisvænan hátt. “Eftirspurnin er auðvitað mikil en þetta er líka það sem við sjálf teljum réttast að gera. Það er líka umhverfisvænt að kaupa sér flíkur sem endast og virka vel í íslenskum aðstæðum. Það að kaupa sér flík sem endist í mörg ár er til dæmis miklu vistvænna en að kaupa sér nýja flík á hverju ári.” Úlpur sem ganga í erfðir Að nýta efni sem verður afgangs við framleiðslu segir hún mikilvægan þátt í umhverfisvænni stefnu fataframleiðenda. “Við leggjum mikla áherslu á að nýta afgangsefni og höfum gert í mörg ár. Vík hanskarnir eru gott dæmi um vöru hjá okkur sem er framleidd úr afgangsefnum en þeir hafa verið í línunni í 15 ár.” Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina. Þetta eru flíkur sem ættu að geta gengið í erfðir. Það er í mörg horn að líta þegar hugsa á út í hvað er umhverfisvænt og hvað ekki og getur framleiðsluferlið því verið mjög flókið. Sæunn segir meðal annars litarefni í flíkum vera eitt af því sem fólk átti sig kannski ekki á að geti mengað. “Stefnan er alltaf á að framleiða allan fatnað á sem umhverfisvænastan hátt og nýta endurunnin efni enn frekar eins og hægt er. Einnig er orðið meira um efni sem eru lituð með náttúrulegum litum og þurfa lítið af vatni við litunina en þetta allt skiptir máli.” Sæunn segir neytendur orðna meðvitaðri um fatakaup sín og geri bæði kröfum um að flikur séu framleiddar á umhverfisvænan hátt og endist betur. 66°Norður Umhverfismeðvitund neytenda hvatning Sæunn segir fyrirtækið nú þegar vera með hátt hlutfall endurunna efni í framleiðslu sinni og sem dæmi er öll örtrefjaeinangrun fatnaðar þeirra að langmestum hluta úr endurunnum efnum eða 80% þess. “Núna erum við byrjuð að nota efni sem eru svokölluð no-micro efni. Kosturinn við það efni er sá að efnisagnir leysast ekki úr flíkinni í þvotti og þaðan út í umhverfið.” Finnið þið fyrir breyttum áherslum í kauphegðun neytendenda síðustu ár? Já, neytendur eru orðnir miklu meðvitaðri um umhverfið sitt og liður í því er að ganga í umhverfisvænni flíkum. Við lítum svo á að það er alltaf hægt að gera betur í framleiðslunni og er því aukin umhverfismeðvitund neytenda okkur mikil hvatning. “Framleiðsluferlið okkar byggir á hringrásarkerfi og er nú aðgengilegt á nýrri vefsíðu okkar. Við viljum koma þessum upplýsingum meira á framfæri þannig að neytendur séu meðvitaðri um framleiðsluna á flíkum okkar og hvað við erum að gera í umhverfismálum almennt,” segir Sæunn að lokum.
Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 „Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna. 8. september 2020 15:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31
„Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna. 8. september 2020 15:00