Fótbolti

Vandar Sarri ekki kveðjurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pjanic og Sarri spjalla saman fyrir æfingu Juventus á síðustu leiktíð.
Pjanic og Sarri spjalla saman fyrir æfingu Juventus á síðustu leiktíð. Daniele Badolato/Juventus FC

Miralem Pjanic, nú leikmaður Barcelona, segir að Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Juventus, hafi ekki treyst leikmönnum sínum á tíma sínum hjá félaginu.

Sarri þjálfaði Juventus á síðustu leiktíð en fékk svo sparkið eftir tímabilið. Hann skilaði meistaratitlinum í hús en slakur árangur í Juventus varð ástæðan fyrir því að hann fékk sparkið.

Pjanic, sem skipti Juventus út fyrir Barcelona í sumar, segir að ítalski stjórinn hafi ekki treyst leikmönnunum og það hafi verið vandamálið.

„Það sem ég sé enn eftir er að Sarri treysti ekki leikmönnunum og það olli mér áhyggjum. Það er skammarlegt þegar þú metur fólk ekki rétt; allir í klefanum gerðu allt og munu gera allt fyrir félagið og liðið,“ sagði hann við Tuttusport.

„Þú gætir kannski ekki náð saman með einum eða tveimur leikmönnum en leikmennirnir vilja gera allt til þess að vinna. Þeir eru magnaðir atvinnumenn sem vilja ná sínum markmiðum. Enginn efast um þjálfaraleg gæði Sarri en það var þetta vandamál.“

„Að lokum unnum við þó ítölsku deildina sem maður tekur aldrei sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Pjanic.

Pjanic mun snúa aftur til Ítalíu á miðvikudaginn er Barcelona heimsækir Juventus í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×