Innlent

Þrettán í­búar og fjórir starfs­menn Sól­valla smitaðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Á Sólvöllum á Eyrarbakka hafa þrettán íbúar og fjórir starfsmenn smitast af Covid-19.
Á Sólvöllum á Eyrarbakka hafa þrettán íbúar og fjórir starfsmenn smitast af Covid-19. Vísir/Vilhelm

Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Sex íbúar greindust neikvæðir en allir smitaðir íbúar verða fluttir til Reykjavíkur síðar í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Tveir íbúar Sólvalla greindust smitaðir af veirunni á föstudagskvöld og ellefu til viðbótar í gærkvöldi af þeim nítján sem búa á Sólvöllum. Rekja má smitin til hópsýkingar sem komið hefur upp á Landakoti en rekja má 77 smit til hennar.

Íbúi sem greindist á föstudag hafði fyrr í liðinni viku verið fluttur af Landakoti á Sólvelli og barst sýkingin þannig á Eyrarbakka.

Allir starfsmenn heimilisins, eða 25, eru nú í sóttkví. Fólk úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar verður kallað út til að sinna íbúum heimilisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×