Hjúkrunarfræðinemum hópað saman í próf þrátt fyrir neyðarstig: „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 20:59 Rakel Sif Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári. Hún segir það afar óábyrt af hjúkrunarfræðideild að hópa saman nemendum í fyrramálið vegna prófs og minnir á að flestir vinni þeir á Landspítalanum sem er kominn á neyðarstig vegna faraldurs kórónuveirunnar. AÐSEND Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira