Ancelotti sakaði dómarann um að láta umræðu um Liverpool leikinn hafa áhrif Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 08:00 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var mjög ósáttur á hliðarlínunni í tapleiknum á móti Southampton á St Mary's leikvanginum um helgina. Getty/Robin Jones Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með það að Lucas Digne fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar Southampton varð fyrsta liðið til að vinna Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Ancelotti sakaði dómara leiksins Kevin Friend um að vera undir áhrifum af mikilli umræðu um ljót brot leikmanna Everton í 2-2 jafnteflinu á móti Liverpool. 'The red card was a joke': Ancelotti fumes over Digne dismissal as Everton slip up | By @benfisherj https://t.co/u6Q2M58Gry— Guardian sport (@guardian_sport) October 25, 2020 Markvörðurinn Jordan Pickford fékk þá enga refsingu fyrir að stökkva á Virgil van Dijk sem endaði með því að Van Dijk sleit krossband en Richarlison fékk aftur á móti beint rautt spjald fyrir brot á Thiago. Thiago er búinn að missa af tveimur leikjum síðan og Van Dijk spilar ekki meira á tímabilinu. „Þetta rauða spjald var algjört grín,“ sagði Ancelotti og sagði jafnframt að Everton ætlaði að áfrýja rauða spjaldinu. „Þetta var ekki viljandi brot og alls ekki gróft. Kannski var þetta gult spjald. Kannski eftir alla þessa umræðu á móti Pickford og á móti Richarlison, þá hafði hún áhrif á ákvörðun dómarans og það er ekki rétt. Það er ekki sanngjarnt,“ sagði Ancelotti. „Við munum auðvitað áfrýja. Þetta var ekki gróft brot. Þetta var óheppilegt samstuð og það er ekki sanngjarnt að hann fékk rautt spjald fyrir það,“ sagði Ancelotti. „Við þurfum ekki að vera vonsviknir því við erum ennþá í efsta sæti deildarinnar. Það er ótrúlegt afrek hjká okkur og við munum reyna að halda okkur þar,“ sagði Ancelotti. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með það að Lucas Digne fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar Southampton varð fyrsta liðið til að vinna Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Ancelotti sakaði dómara leiksins Kevin Friend um að vera undir áhrifum af mikilli umræðu um ljót brot leikmanna Everton í 2-2 jafnteflinu á móti Liverpool. 'The red card was a joke': Ancelotti fumes over Digne dismissal as Everton slip up | By @benfisherj https://t.co/u6Q2M58Gry— Guardian sport (@guardian_sport) October 25, 2020 Markvörðurinn Jordan Pickford fékk þá enga refsingu fyrir að stökkva á Virgil van Dijk sem endaði með því að Van Dijk sleit krossband en Richarlison fékk aftur á móti beint rautt spjald fyrir brot á Thiago. Thiago er búinn að missa af tveimur leikjum síðan og Van Dijk spilar ekki meira á tímabilinu. „Þetta rauða spjald var algjört grín,“ sagði Ancelotti og sagði jafnframt að Everton ætlaði að áfrýja rauða spjaldinu. „Þetta var ekki viljandi brot og alls ekki gróft. Kannski var þetta gult spjald. Kannski eftir alla þessa umræðu á móti Pickford og á móti Richarlison, þá hafði hún áhrif á ákvörðun dómarans og það er ekki rétt. Það er ekki sanngjarnt,“ sagði Ancelotti. „Við munum auðvitað áfrýja. Þetta var ekki gróft brot. Þetta var óheppilegt samstuð og það er ekki sanngjarnt að hann fékk rautt spjald fyrir það,“ sagði Ancelotti. „Við þurfum ekki að vera vonsviknir því við erum ennþá í efsta sæti deildarinnar. Það er ótrúlegt afrek hjká okkur og við munum reyna að halda okkur þar,“ sagði Ancelotti.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira