Erlent

Í­búar Chile sam­þykktu að gera breytingar á stjórnar­skrá landsins

Telma Tómasson skrifar
Fögnuður braust út í höfuðborginni Santiago og víðar um landið þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir.
Fögnuður braust út í höfuðborginni Santiago og víðar um landið þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. AP/Luis Hidalgo

Þúsundir komu saman í borgum og bæjum í Chile í gærkvöldi til að fagna því að meirihluti kjósenda hefði samþykkt breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Núgildandi stjórnarskrá er frá stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. 78 prósent kjósenda voru fylgjandi nýrri stjórnarskrá þegar 90 prósent atkvæða höfðu verið talin, eftir því sem fram kemur á vef BBC.

Sebastian Piñera, forseti Chile, hefur samþykkt niðurstöðuna og fagnaði því að framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefði farið friðsamlega fram. Sagði Piñera að þetta væri upphafið að göngu sem allir þyrftu að fara í sameiginlega.

Krafan um nýja stjórnarskrá kom frá mótmælahreyfingu sem hóf að láta í sér heyra fyrir um ári. Mikið misrétti er í Chile og bilið milli þjóðfélagshópa stórt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×