Átak Sameinuðu þjóðanna gegn dreifingu villandi upplýsinga Heimsljós 26. október 2020 11:34 Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum vitundarvakningu um rangfærslur og rangar eða villandi upplýsingar sem þrífast á netinu. Langtímamarkmiðið er að breyta hegðun notenda samfélagsmiðla. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti nýtt heimsátak í síðustu viku sem kallast „Pause“ og felur í sér hvatningu til fólks um að staldra við eitt augnablik, hugsa sig um tvisvar, áður en það deilir færslum á netinu. „Rangar upplýsingar geta verið banvænar á tímum COVID-19 faraldursins. Þess vegna skulum við sverja þess eið að hugsa okkur um tvisvar áður en við deilum efni,“ segir Guterres. Nýja átakið er hluti af Verified, frumkvæði Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í maímánuði síðastliðnum til að koma á framfæri aðgengilegum upplýsingum um heilbrigðismál. Áhersla er lögð á upplýsingar sem byggja á traustum vísindalegum grunni. Þá er Verified vettvangur jákvæðra frásagna um samstöðu gegn COVID-19. Um #PledgeToPause segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC): „Átakið byggir á rannsóknum sem benda til að það kunni að skipta sköpum að staldra við andartak á samskiptamiðlum. Slíkt minnki líkur á að fólk dreifi yfirgengilegu eða tilfinningahlöðnu efni og dragi þar með úr dreifingu rangfærslna. Vonast er til að bæta almennt fjölmiðlalæsi. Markmiðið er að hjálpa notendum að koma auga á rangar upplýsingar og forðast að áframsenda til vina og kunningja. Ætlunin er að ná til eins milljarðs manna fyrir árslok. „Þegar rangfærslur þrífast, missir almeningur traust og gerir mistök sem grafa undan aðgerðum stjórnvalda og hætta jafnvel eigin lífi,“ segir Melissa Fleming framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent
Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum vitundarvakningu um rangfærslur og rangar eða villandi upplýsingar sem þrífast á netinu. Langtímamarkmiðið er að breyta hegðun notenda samfélagsmiðla. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti nýtt heimsátak í síðustu viku sem kallast „Pause“ og felur í sér hvatningu til fólks um að staldra við eitt augnablik, hugsa sig um tvisvar, áður en það deilir færslum á netinu. „Rangar upplýsingar geta verið banvænar á tímum COVID-19 faraldursins. Þess vegna skulum við sverja þess eið að hugsa okkur um tvisvar áður en við deilum efni,“ segir Guterres. Nýja átakið er hluti af Verified, frumkvæði Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í maímánuði síðastliðnum til að koma á framfæri aðgengilegum upplýsingum um heilbrigðismál. Áhersla er lögð á upplýsingar sem byggja á traustum vísindalegum grunni. Þá er Verified vettvangur jákvæðra frásagna um samstöðu gegn COVID-19. Um #PledgeToPause segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC): „Átakið byggir á rannsóknum sem benda til að það kunni að skipta sköpum að staldra við andartak á samskiptamiðlum. Slíkt minnki líkur á að fólk dreifi yfirgengilegu eða tilfinningahlöðnu efni og dragi þar með úr dreifingu rangfærslna. Vonast er til að bæta almennt fjölmiðlalæsi. Markmiðið er að hjálpa notendum að koma auga á rangar upplýsingar og forðast að áframsenda til vina og kunningja. Ætlunin er að ná til eins milljarðs manna fyrir árslok. „Þegar rangfærslur þrífast, missir almeningur traust og gerir mistök sem grafa undan aðgerðum stjórnvalda og hætta jafnvel eigin lífi,“ segir Melissa Fleming framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent