Innlent

Hellis­heiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hval­fjarðar­göng í alla nótt

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hellisheiðinni verður lokað í þrjá tíma í nótt og það verður fylgdarakstur um Hvalfjarðargöngin.
Hellisheiðinni verður lokað í þrjá tíma í nótt og það verður fylgdarakstur um Hvalfjarðargöngin. Vísir/Vilhelm

Hellisheiði verður lokað til vesturs frá miðnætti til klukkan þrjú í nótt vegna vinnu við ljósleiðara og vegna þrifa verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti til hálf sjö í fyrramálið. 

Þetta kemur fram á umferðarvef Vegagerðarinnar.

Þar segir að Hellisheiði verði lokað til vesturs, áleiðis til Reykjavíkur, í þessa þrjá tíma vegna ljósleiðaravinnu. Heiðin verður opin fyrir umferð til austurs en umferð til Reykjavíkur verður beint um Þrengslin.

Umferð er stöðvuð við gangamunna Hvalfjarðarganga uns fylgdarbíll kemur en vegfarendur eru beðnir um að aka með gát þar sem flughálka getur myndast. Reikna má með allt að tuttugu mínútna bið á milli ferða, samkvæmt Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×