Tom Brady setti met í Las Vegas en gamla Patriots liðið hans fékk stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 14:31 Tom Brady var brosmildur eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Las Vegas. AP/David Becker Sjöunda umferð NFL-deildarinnar fór fram um helgina og eftir hana er Pittsburgh Steelers eina liðið sem hefur ekki tapað leik í deildinni. Tom Brady átti flottan leik með Tampa Bay Buccaneers þegar liðið vann sannfærandi 45-20 sigur á Las Vegas Raiders á nýja og glæsilega leikvanginum í Las Vegas. Tom Brady er orðinn 43 ára gamall en felur aldurinn vel. .@TomBrady takes the all-time lead in passing TDs with this toss to Tyler Johnson! #GoBucs : #TBvsLV on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/nCwBl54Akc pic.twitter.com/1GARY3ikVs— NFL (@NFL) October 25, 2020 Brady átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum og er nú orðinn sá sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar í sögu NFL. Brady komst upp fyrir Drew Brees í þessum leik. Brady skoraði líka eitt snertimark sjálfur og síðasta snertimarkssendingin hans í leiknum var númer 559 á ferlinum í NFL-deildinni. Það fór hins vegar illa fyrir hans gömlu félögum í New England Patriots sem töpuðu 6-33 á heimavelli á móti San Francisco 49ers. Þetta 27 stiga tap var stærsta tap liðsins siðan árið 2014. Sparkarinn Zane Gonzalez tryggði Arizona Cardinals 37-34 sigur á Seattle Seahawks með vallarmarki þegar 15 sekúndur voru eftir af framlengingu. Þetta var fyrsta tap Seahawks liðsins á tímabilinu. BIG DUB @_TJWatt | #HereWeGo pic.twitter.com/BDKqT4rD4T— Pittsburgh Steelers (@steelers) October 25, 2020 Ben Roethlisberger leiddi Pittsburgh Steelers til 27-24 útisigurs á Tennessee Titans en það munaði þó litlu að Steelers missti frá sér unnin leik eftir að hafa komist mest tuttugu stigum yfir. Sparkarinn Stephen Gostkowski gat tryggt Tennessee Titans framlangingu en vallarmark hans nítján sekúndum fyrir leikslok geigaði. Pittsburgh Steelers hefur unnið sex fyrstu leiki tímabilsins en bæði liðin höfðu unnið fimm fyrstu leiki sína. 17 straight games with a TD pass for @PatrickMahomes. #ChiefsKingdom : #KCvsDEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/nCwBl54Akc pic.twitter.com/lpk4ChVlJg— NFL (@NFL) October 25, 2020 Meistarar Kansas City Chiefs vann 43-16 sigur á Denver Broncos í snjókomu í Denver þar sem öll liðin hjá Chiefs skoruðu. Patrick Mahomes kastaði fyrir einu snertimarki, hlauparinn Clyde Edwards-Helaire skoraði eitt, varnarmaðurinn Daniel Sorensen komst inn í sendingu og skoraði og að lokum þá skoraði Byron Pringle eftir að hafa tekið við boltanum þegar Denver liðið sparkaði honum frá sér. Vandræði Dallas Cowboys héldu áfram en liðið tapaði 25-3 á móti Washington Football Team, liði sem jafði aðeins unnið 1 af fyrstu 6 leikjum sínum. Dallas er þegar búinn að missa aðalleikstjórnanda sinn í alvarleg meiðsli og varamaður hans, Andy Dalton, meiddist í þessum leik. Jeff Wilson Jr. scores his third TD of the game. #FTTB : #SFvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/nCwBl54Akc pic.twitter.com/ghEJtPGhIl— NFL (@NFL) October 25, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Arizona Cardinals - Seattle Seahawks 37-34 (frl) Atlanta Falcons - Detroit Lions 22-23 Cincinnati Bengals - Cleveland Browns 34-37 Houston Texans - Green Bay Packers 20-35 New Orleans Saints - Carolina Panthers 27-24 New York Jets - Buffalo Bills 10-18 Tennessee Titans - Pittsburgh Steelers 24-27 Washington Football Team - Dallas Cowboys 25-3 Las Vegas Raiders - Tampa Bay Buccaneers 20-45 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 16-43 Los Angeles Chargers - Jacksonville Jaguars 39-29 New England Patriots - San Francisco 49ers 6-33 MAYFIELD TO PEOPLES-JONES. #Browns have the lead with 11 seconds left! : #CLEvsCIN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/tKbOpsvPJq— NFL (@NFL) October 25, 2020 NFL Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Enski boltinn Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Fleiri fréttir Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Dagskráin: Körfuboltakvöld og tveir stórleikir i Bónus deildinni Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Sjá meira
Sjöunda umferð NFL-deildarinnar fór fram um helgina og eftir hana er Pittsburgh Steelers eina liðið sem hefur ekki tapað leik í deildinni. Tom Brady átti flottan leik með Tampa Bay Buccaneers þegar liðið vann sannfærandi 45-20 sigur á Las Vegas Raiders á nýja og glæsilega leikvanginum í Las Vegas. Tom Brady er orðinn 43 ára gamall en felur aldurinn vel. .@TomBrady takes the all-time lead in passing TDs with this toss to Tyler Johnson! #GoBucs : #TBvsLV on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/nCwBl54Akc pic.twitter.com/1GARY3ikVs— NFL (@NFL) October 25, 2020 Brady átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum og er nú orðinn sá sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar í sögu NFL. Brady komst upp fyrir Drew Brees í þessum leik. Brady skoraði líka eitt snertimark sjálfur og síðasta snertimarkssendingin hans í leiknum var númer 559 á ferlinum í NFL-deildinni. Það fór hins vegar illa fyrir hans gömlu félögum í New England Patriots sem töpuðu 6-33 á heimavelli á móti San Francisco 49ers. Þetta 27 stiga tap var stærsta tap liðsins siðan árið 2014. Sparkarinn Zane Gonzalez tryggði Arizona Cardinals 37-34 sigur á Seattle Seahawks með vallarmarki þegar 15 sekúndur voru eftir af framlengingu. Þetta var fyrsta tap Seahawks liðsins á tímabilinu. BIG DUB @_TJWatt | #HereWeGo pic.twitter.com/BDKqT4rD4T— Pittsburgh Steelers (@steelers) October 25, 2020 Ben Roethlisberger leiddi Pittsburgh Steelers til 27-24 útisigurs á Tennessee Titans en það munaði þó litlu að Steelers missti frá sér unnin leik eftir að hafa komist mest tuttugu stigum yfir. Sparkarinn Stephen Gostkowski gat tryggt Tennessee Titans framlangingu en vallarmark hans nítján sekúndum fyrir leikslok geigaði. Pittsburgh Steelers hefur unnið sex fyrstu leiki tímabilsins en bæði liðin höfðu unnið fimm fyrstu leiki sína. 17 straight games with a TD pass for @PatrickMahomes. #ChiefsKingdom : #KCvsDEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/nCwBl54Akc pic.twitter.com/lpk4ChVlJg— NFL (@NFL) October 25, 2020 Meistarar Kansas City Chiefs vann 43-16 sigur á Denver Broncos í snjókomu í Denver þar sem öll liðin hjá Chiefs skoruðu. Patrick Mahomes kastaði fyrir einu snertimarki, hlauparinn Clyde Edwards-Helaire skoraði eitt, varnarmaðurinn Daniel Sorensen komst inn í sendingu og skoraði og að lokum þá skoraði Byron Pringle eftir að hafa tekið við boltanum þegar Denver liðið sparkaði honum frá sér. Vandræði Dallas Cowboys héldu áfram en liðið tapaði 25-3 á móti Washington Football Team, liði sem jafði aðeins unnið 1 af fyrstu 6 leikjum sínum. Dallas er þegar búinn að missa aðalleikstjórnanda sinn í alvarleg meiðsli og varamaður hans, Andy Dalton, meiddist í þessum leik. Jeff Wilson Jr. scores his third TD of the game. #FTTB : #SFvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/nCwBl54Akc pic.twitter.com/ghEJtPGhIl— NFL (@NFL) October 25, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Arizona Cardinals - Seattle Seahawks 37-34 (frl) Atlanta Falcons - Detroit Lions 22-23 Cincinnati Bengals - Cleveland Browns 34-37 Houston Texans - Green Bay Packers 20-35 New Orleans Saints - Carolina Panthers 27-24 New York Jets - Buffalo Bills 10-18 Tennessee Titans - Pittsburgh Steelers 24-27 Washington Football Team - Dallas Cowboys 25-3 Las Vegas Raiders - Tampa Bay Buccaneers 20-45 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 16-43 Los Angeles Chargers - Jacksonville Jaguars 39-29 New England Patriots - San Francisco 49ers 6-33 MAYFIELD TO PEOPLES-JONES. #Browns have the lead with 11 seconds left! : #CLEvsCIN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/tKbOpsvPJq— NFL (@NFL) October 25, 2020
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Arizona Cardinals - Seattle Seahawks 37-34 (frl) Atlanta Falcons - Detroit Lions 22-23 Cincinnati Bengals - Cleveland Browns 34-37 Houston Texans - Green Bay Packers 20-35 New Orleans Saints - Carolina Panthers 27-24 New York Jets - Buffalo Bills 10-18 Tennessee Titans - Pittsburgh Steelers 24-27 Washington Football Team - Dallas Cowboys 25-3 Las Vegas Raiders - Tampa Bay Buccaneers 20-45 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 16-43 Los Angeles Chargers - Jacksonville Jaguars 39-29 New England Patriots - San Francisco 49ers 6-33
NFL Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Enski boltinn Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Fleiri fréttir Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Dagskráin: Körfuboltakvöld og tveir stórleikir i Bónus deildinni Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Sjá meira