Borgaraleg ferming Siðmenntar - Ævintýralegur vöxtur á örfáum árum! Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. október 2020 13:01 Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Siggeir F. Ævarsson Fermingar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun