Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. október 2020 12:05 Svo gæti farið að fella þurfi um þrjú þúsund kindur í Tröllaskagahólfi. Vísir/Vilhelm Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur en eins og greint var frá fyrir helgi er talið líklegt að sjúkdóminn sem fyrst greindist á bænum Stóru Ökrum sé einnig að finna á þremur öðrum bæjum á svæðinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku á þremur bæjum í Tröllaskagahólfi þar sem grunur leikur á riðusmiti. Héraðsdýralæknir segir fleiri sýni hafa verið send til rannsóknar, þótt ekki sé rökstuddur grunur um frekara smit. Allur sé þó varinn góður. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig Héraðsdýralæknir Norðurlands, Jón Kolbeinn Jónsson, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki sé von á niðurstöðum frá rannsóknarstöðinni að Keldum fyrr en seint á morgun. Fleiri sýni hafa að sögn Jóns einnig verið send en þó vildi hann ekki ganga svo langt að segja að þar sé grunur um smit. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta greina meira en minna. Að sögn Jóns hafa bændur margir haft samband og lýst áhyggjum af því að smit gæti leynst í gripum þeirra, en oft sé um eitthvað annað að ræða en riðu. Menn séu meira á varðbergi nú, eftir að riðusmitið kom upp. Að sögn Jóns búa menn sig nú undir að niðurstaðan úr sýnatökunni frá bæjunum þremur verði jákvæð og reyna nú að koma höndum á gripi sem hafi verið fluttir af þeim bæjum og á aðra í sveitinni. Niðurskurður enn ekki hafinn Niðurskurður er ekki hafinn á Stóru Ökrum þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst og segir Jón Kolbeinn að fyrirskipun um slíkt hafi enn ekki borist. Ef svo fer, að riða finnist á hinum bæjunum þremur, þá er útlit fyrir að það þurfi að fella um þrjú þúsund kindur og lömb. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Riða í Skagafirði Landbúnaður Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur en eins og greint var frá fyrir helgi er talið líklegt að sjúkdóminn sem fyrst greindist á bænum Stóru Ökrum sé einnig að finna á þremur öðrum bæjum á svæðinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku á þremur bæjum í Tröllaskagahólfi þar sem grunur leikur á riðusmiti. Héraðsdýralæknir segir fleiri sýni hafa verið send til rannsóknar, þótt ekki sé rökstuddur grunur um frekara smit. Allur sé þó varinn góður. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig Héraðsdýralæknir Norðurlands, Jón Kolbeinn Jónsson, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki sé von á niðurstöðum frá rannsóknarstöðinni að Keldum fyrr en seint á morgun. Fleiri sýni hafa að sögn Jóns einnig verið send en þó vildi hann ekki ganga svo langt að segja að þar sé grunur um smit. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta greina meira en minna. Að sögn Jóns hafa bændur margir haft samband og lýst áhyggjum af því að smit gæti leynst í gripum þeirra, en oft sé um eitthvað annað að ræða en riðu. Menn séu meira á varðbergi nú, eftir að riðusmitið kom upp. Að sögn Jóns búa menn sig nú undir að niðurstaðan úr sýnatökunni frá bæjunum þremur verði jákvæð og reyna nú að koma höndum á gripi sem hafi verið fluttir af þeim bæjum og á aðra í sveitinni. Niðurskurður enn ekki hafinn Niðurskurður er ekki hafinn á Stóru Ökrum þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst og segir Jón Kolbeinn að fyrirskipun um slíkt hafi enn ekki borist. Ef svo fer, að riða finnist á hinum bæjunum þremur, þá er útlit fyrir að það þurfi að fella um þrjú þúsund kindur og lömb. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23