„Þurfum að læra að slaka aðeins á“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2020 14:29 Jóhanna að gefa út heilsubók sjö ár eftir að sú fyrri kom út. Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna. Heilsa Þýskaland Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna.
Heilsa Þýskaland Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira