Finnar í áfalli vegna netglæps sem gæti haft áhrif á þúsundir viðkvæmra sála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 23:34 Talið er að tölvuinnbrotið geti tengst tugum þúsunda viðskiptavina sálfræðiþjónustunnar. EPA-EFE/KIMMO BRANDT Talið er að meðferðarskjölum allt að tvö þúsund skjólstæðinga finnsku sálfræðiþjónustunnar Vastaamo hafi verið lekið á netið. Tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir gögn um tugi þúsunda skjólstæðinga fyrirtækisins. Guardian greinir frá og segir að þúsundir viðskiptavina hafi hringt í öngum sínum í þjónustu sem sinnir fórnarlömbum glæpa til þess að ræða áhyggjur sínar af lekanum. Fyrirtækið rekur 25 meðferðarstöðvar út um allt Finnland og eru þúsundir viðskiptavina þess sagðir hafa kvartað til lögreglu vegna málsins. Talið er að tölvuþrjótar hafi brotist inn í tölvuþjóna Vastaamo árið 2018 og komist þá yfir gögnin, en fyrirtækið segir að öll skjöl sem eru yngri en frá árinu 2018 séu í öruggum höndum hjá fyrirtækinu. Tölvuöryggissérfræðingar telja að nótur og gögn sérfræðinga fyrirtækisins um allt að tvö þúsund skjólstæðinga þess hafi verið lekið á netið. Í frétt Guardian segir að finnska þjóðin sé í áfalli yfir fregnunum, meðal annars vegna þess að gögnum um viðkvæma hópa samfélagsins, þar á meðal barna, virðist vera á meðal þess sem stolið var af Vastaamo. Ráðherrar í finnsku ríkisstjórninni komu saman í gær til þess að ræða hvernig hægt væri að bregðast við þjófnaðinum en Maria Ohisalo, innanríkisráðherra Finnlands, sagði í gær að tölvuinnbrotið væri áfall fyrir þjóðina. Skjólstæðingar fyrirtækisins segjast margir hverjir hafa fengið orðsendingu um að þeir þyrftu að greiða þrjótunum 200 evrur, um 30 þúsund krónur, til þess að koma í veg fyrir að gögn um þá yrði lekið á netið. Lögregla rannsakar málið. Finnland Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Talið er að meðferðarskjölum allt að tvö þúsund skjólstæðinga finnsku sálfræðiþjónustunnar Vastaamo hafi verið lekið á netið. Tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir gögn um tugi þúsunda skjólstæðinga fyrirtækisins. Guardian greinir frá og segir að þúsundir viðskiptavina hafi hringt í öngum sínum í þjónustu sem sinnir fórnarlömbum glæpa til þess að ræða áhyggjur sínar af lekanum. Fyrirtækið rekur 25 meðferðarstöðvar út um allt Finnland og eru þúsundir viðskiptavina þess sagðir hafa kvartað til lögreglu vegna málsins. Talið er að tölvuþrjótar hafi brotist inn í tölvuþjóna Vastaamo árið 2018 og komist þá yfir gögnin, en fyrirtækið segir að öll skjöl sem eru yngri en frá árinu 2018 séu í öruggum höndum hjá fyrirtækinu. Tölvuöryggissérfræðingar telja að nótur og gögn sérfræðinga fyrirtækisins um allt að tvö þúsund skjólstæðinga þess hafi verið lekið á netið. Í frétt Guardian segir að finnska þjóðin sé í áfalli yfir fregnunum, meðal annars vegna þess að gögnum um viðkvæma hópa samfélagsins, þar á meðal barna, virðist vera á meðal þess sem stolið var af Vastaamo. Ráðherrar í finnsku ríkisstjórninni komu saman í gær til þess að ræða hvernig hægt væri að bregðast við þjófnaðinum en Maria Ohisalo, innanríkisráðherra Finnlands, sagði í gær að tölvuinnbrotið væri áfall fyrir þjóðina. Skjólstæðingar fyrirtækisins segjast margir hverjir hafa fengið orðsendingu um að þeir þyrftu að greiða þrjótunum 200 evrur, um 30 þúsund krónur, til þess að koma í veg fyrir að gögn um þá yrði lekið á netið. Lögregla rannsakar málið.
Finnland Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira