Áfengisneysla aldraða og úrræðaleysi Aníta Runólfsdóttir skrifar 27. október 2020 09:30 Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama. Hvað er til ráða? Ekkert. Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni. Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn. Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Eldri borgarar Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama. Hvað er til ráða? Ekkert. Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni. Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn. Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar