Bendir á að ÍE hafi komist að annarri niðurstöðu en Bretarnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 13:45 Lundúnabúi skartar grímu í strætó á tímum kórónuveirunnar. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Imperial College voru birtar í dag. Dan Kitwood/getty Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að mótefni minnki „nokkuð hratt“ eftir Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir þó á að aðrar rannsóknir, m.a. rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar, hafi gefið öfuga niðurstöðu. Breskir fjölmiðlar greina frá niðurstöðum REACT-2-rannsóknarinnar, sem hafa þó ekki verið ritrýndar, í dag. Fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC að rannsakendur hafi kannað niðurstöður mótefnamælinga hjá yfir 350 þúsund manns. Mælingar voru framkvæmdar af handahófi með heimaprófi, sem sent var þáttakendum um allt England. Telja hættu á að sýkjast aftur af Covid Fyrsta lota prófana sem fram fór í lok júní og byrjun júlí hafi sýnt að um 60 af hverjum þúsund reyndust með mælanleg mótefni. Þessar niðurstöður, sem byggja á gögnum frá 100 þúsund þátttakendum, voru birtar í ágúst. Helen Ward, prófessor við Imperial College í London.Imperial College Í annarri lotu prófana, sem framkvæmd var í september, hafi hins vegar aðeins 44 af hverjum þúsund greinst með mótefni. Þetta sýni að 26 prósent færri hafi greinst með mótefni fyrir veirunni í júní en í september. Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að draga virðist úr mótefni með tímanum. Þannig sé jafnframt hætta á að sýkjast oftar en einu sinni af Covid-19. „Ónæmið dvínar nokkuð hratt, það eru aðeins liðnir þrír mánuðir frá fyrstu prófum og við sjáum strax 26 prósent samdrátt í mótefni,“ er haft eftir Helen Ward, prófessor við Imperial College og einum rannsakenda. Bóluefni enn jafnmikilvægt Sárafá tilfelli sjúklinga sem fengið hafa Covid tvisvar hafa verið staðfest síðan faraldurinn hófst. Rannsakendur Imperial College telja að það geti skýrst af því að fyrst nú sé byrjað að draga úr ónæmi síðan sýkingar náðu hámarki í mars og apríl. Þeir binda þó vonir við að seinni sýkingar verði mildari, þrátt fyrir að dregið hafi úr mótefni. Þá dragi þetta heldur ekki úr þörfinni á bóluefni við kórónuveirunni þar sem bóluefni gæti reynst áhrifaríkari vörn gegn veirunni en mótefni eftir sýkingu. Rannsókn ÍE bendir til þess að ekki dragi úr mótefni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á í samtali við fréttastofu að niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafi verið á mótefni gefi þvert á móti til kynna að ekki dragi úr því. „Ég vitna í það sem við vorum búin að tilkynna hér, í rannsókn sem gerð var hér á mótefnamælingum og nokkrum mánuðum eftir, sem Íslensk erfðagreining gerði og hefur birt. Þar hefur komið í ljós að nokkrum mánuðum eftir sýkingu lækkuðu mótefnin nánast ekki neitt,“ segir Þórólfur. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem Þórólfur vísar til birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine 1. september síðastliðinn. Þær niðurstöður benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Vísi um niðurstöður rannsóknarinnar á sínum tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þetta sagði hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum sýndi hins vegar óyggjandi að mati Kára að engin minnkun væri á magni mótefna innan fjögurra mánaða. Þórólfur tekur undir þetta í samtali við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta sé eitthvað málum blandið. Og ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að mótefni munu hverfa strax. Niðurstöður hér á Íslandi og fleiri niðurstöður erlendis sýna að svo er ekki. Það er sjálfsagt að menn velti þessu fyrir sér en mér finnst fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður ekki benda til þessa,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að mótefni minnki „nokkuð hratt“ eftir Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir þó á að aðrar rannsóknir, m.a. rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar, hafi gefið öfuga niðurstöðu. Breskir fjölmiðlar greina frá niðurstöðum REACT-2-rannsóknarinnar, sem hafa þó ekki verið ritrýndar, í dag. Fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC að rannsakendur hafi kannað niðurstöður mótefnamælinga hjá yfir 350 þúsund manns. Mælingar voru framkvæmdar af handahófi með heimaprófi, sem sent var þáttakendum um allt England. Telja hættu á að sýkjast aftur af Covid Fyrsta lota prófana sem fram fór í lok júní og byrjun júlí hafi sýnt að um 60 af hverjum þúsund reyndust með mælanleg mótefni. Þessar niðurstöður, sem byggja á gögnum frá 100 þúsund þátttakendum, voru birtar í ágúst. Helen Ward, prófessor við Imperial College í London.Imperial College Í annarri lotu prófana, sem framkvæmd var í september, hafi hins vegar aðeins 44 af hverjum þúsund greinst með mótefni. Þetta sýni að 26 prósent færri hafi greinst með mótefni fyrir veirunni í júní en í september. Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að draga virðist úr mótefni með tímanum. Þannig sé jafnframt hætta á að sýkjast oftar en einu sinni af Covid-19. „Ónæmið dvínar nokkuð hratt, það eru aðeins liðnir þrír mánuðir frá fyrstu prófum og við sjáum strax 26 prósent samdrátt í mótefni,“ er haft eftir Helen Ward, prófessor við Imperial College og einum rannsakenda. Bóluefni enn jafnmikilvægt Sárafá tilfelli sjúklinga sem fengið hafa Covid tvisvar hafa verið staðfest síðan faraldurinn hófst. Rannsakendur Imperial College telja að það geti skýrst af því að fyrst nú sé byrjað að draga úr ónæmi síðan sýkingar náðu hámarki í mars og apríl. Þeir binda þó vonir við að seinni sýkingar verði mildari, þrátt fyrir að dregið hafi úr mótefni. Þá dragi þetta heldur ekki úr þörfinni á bóluefni við kórónuveirunni þar sem bóluefni gæti reynst áhrifaríkari vörn gegn veirunni en mótefni eftir sýkingu. Rannsókn ÍE bendir til þess að ekki dragi úr mótefni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á í samtali við fréttastofu að niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafi verið á mótefni gefi þvert á móti til kynna að ekki dragi úr því. „Ég vitna í það sem við vorum búin að tilkynna hér, í rannsókn sem gerð var hér á mótefnamælingum og nokkrum mánuðum eftir, sem Íslensk erfðagreining gerði og hefur birt. Þar hefur komið í ljós að nokkrum mánuðum eftir sýkingu lækkuðu mótefnin nánast ekki neitt,“ segir Þórólfur. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem Þórólfur vísar til birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine 1. september síðastliðinn. Þær niðurstöður benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Vísi um niðurstöður rannsóknarinnar á sínum tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þetta sagði hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum sýndi hins vegar óyggjandi að mati Kára að engin minnkun væri á magni mótefna innan fjögurra mánaða. Þórólfur tekur undir þetta í samtali við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta sé eitthvað málum blandið. Og ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að mótefni munu hverfa strax. Niðurstöður hér á Íslandi og fleiri niðurstöður erlendis sýna að svo er ekki. Það er sjálfsagt að menn velti þessu fyrir sér en mér finnst fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður ekki benda til þessa,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01
Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07