Innlent

Björguðu fjórum hundum úr húsinu sem brann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig. 
Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig.  Vísir/Vilhelm

Fjórum hundum var bjargað úr eldsvoða í Kórahverfinu í Kópavogi í dag og voru þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Annars sakaði engan vegna brunans. Varðstjóri segir slökkvistarf hafa gengið greiðlega fyrir sig. Búið er að afhenda lögreglu vettvang brunans til rannsóknar.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:48.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×