Fótbolti

Ó­hefð­bundin að­ferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla at­hygli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mikael gerir sig hér reiðubúinn að koma inn á fyrir Midtjylland.
Mikael gerir sig hér reiðubúinn að koma inn á fyrir Midtjylland. Stöð 2 Sport

Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju á bekk liðs síns, Midtjylland, í leik liðsins við Liverpool í Meistaradeildinni hefur vakið mikla athygli á Twitter.

Það má með sanni segja að aðferðin sem Mikael beitti við að klæða sé óhefðbundin. Myndband af aðförunum hefur farið eins og eldur um sinu á Twitter. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið oftar en 140 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan.

Mikael kom inn á fyrir Midtjylland á 66. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool. Honum tókst þó ekki að snúa gangi leiksins, sem fór 2-0 fyrir heimamönnum í Liverpool þökk sé marki frá Diogo Jota í seinni háfleik og marki Mohamed Salah úr vítaspyrnu í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×