Lampard skildi Thiago Silva eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 12:00 Thiago Silva í leik með Chelsea á móti Manchester United um síðustu helgi. AP/Michael Regan Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira