Innlent

Sex hundar brunnu inni í Kópavogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi brunans í Kópavogi í gær.
Frá vettvangi brunans í Kópavogi í gær. Vísir

Sex hundar drápust í eldsvoða sem varð í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær. Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur tæknideild brunann til rannsóknar. Ekkert fæst uppgefið um eldsupptök að svo stöddu.

Talsvert tjón varð á húsinu þar sem eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Engan íbúa hússins sakaði í brunanum og gekk slökkvistarf greiðlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×