Starfsfólk í sóttkví B á Landakoti byrjað að veikjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2020 13:01 Á Landakotsspítala koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum LSH og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá. Vísir/Vilhelm Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur kórónuveirusmit greinst á fjórum deildum Landakots frá því hópsmit kom upp þar í síðustu viku. Í mars á þessu ári kom upp smit á Landakoti þar sem sjúklingar og nokkrir starfsmenn reyndust smitaðir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var smitið aðeins bundið við eina deild spítalans og tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þá. Á þeim tíma var bannað að fara milli sóttvarnahólfa á spítalanum og heimsóknabann ríkti. Í sumar var svo opnað fyrir heimsóknir aðstandenda og fékk hver sjúklingur að fá einn aðstandanda í heimsókn í klukkustunda á dag, gestum var gert skylt að nota grímu. Frá þeim tíma var næturvakt á spítalanum leyft að fara á milli tveggja deilda eða sóttvarnahólfa. Höfðu áhyggjur af heimsóknum Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu deildarstjórar á spítalanum áhyggjur af þessu þegar fleiri fóru að smitast í þriðju bylgju faraldursins og vildu loka fyrir heimsóknir aðstandenda. En þá var talið vega hærra að sjúklingarnir fengju að sjá aðstandendur sína. Á fimmtudag kom upp smit hjá sjúklingi og starfsmanni á Landakoti á nánast sama tíma. Í áframhaldinu var ákveðið að skima alla starfsmenn og sjúklinga á spítalanum og hópsmitið kom í ljós. Þá greindust smit hjá starfsfólki og sjúklingum á öðrum deildum spítalans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom þetta starfsfólki verulega á óvart sérstaklega vel hafi verið gætt að sóttvörnum. Hins vegar sé mikil nálægð milli starfsfólks og viðkvæmustu sjúklingana þannig að lítið þurfi út að bregða svo upp komi smit. Starfsfólk sem hefur unnið eftir hópsmitið byrjað að veikjast Heilbrigðisstarfsfólk á Landakoti sem fékk neikvætt úr skimun á föstudag fór í sóttkví B sem þýðir að það starfar áfram á spítalanum en er klætt öflugum hlífðarfatnaði og er með veirumaska. Nú hafa að minnsta kosti tíu starfsmenn úr þessum hópi smitast af veirunni. Alls hafa ríflega 90 manns sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn smitast af veirunnu í hópsýkingunni sem kom upp á fimmtudag. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að spítalinn skoði hópsýkinguna með með smitrakningarteymi almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Hins vegar hefur ekki komið fram að spítalinn ætli í svokallaða rótargreiningu vegna hópsmitsins en það er gert á spítalanum þegar alvarleg atvik koma upp. Starfsmenn sem fréttastofa hefur verið í sambandi við í morgun telja hins vegar nauðsynlegt að læra af þessu atviki og fara í rótargreiningu eins og gert er þegar önnur alvarleg tilvik koma upp á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur kórónuveirusmit greinst á fjórum deildum Landakots frá því hópsmit kom upp þar í síðustu viku. Í mars á þessu ári kom upp smit á Landakoti þar sem sjúklingar og nokkrir starfsmenn reyndust smitaðir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var smitið aðeins bundið við eina deild spítalans og tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þá. Á þeim tíma var bannað að fara milli sóttvarnahólfa á spítalanum og heimsóknabann ríkti. Í sumar var svo opnað fyrir heimsóknir aðstandenda og fékk hver sjúklingur að fá einn aðstandanda í heimsókn í klukkustunda á dag, gestum var gert skylt að nota grímu. Frá þeim tíma var næturvakt á spítalanum leyft að fara á milli tveggja deilda eða sóttvarnahólfa. Höfðu áhyggjur af heimsóknum Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu deildarstjórar á spítalanum áhyggjur af þessu þegar fleiri fóru að smitast í þriðju bylgju faraldursins og vildu loka fyrir heimsóknir aðstandenda. En þá var talið vega hærra að sjúklingarnir fengju að sjá aðstandendur sína. Á fimmtudag kom upp smit hjá sjúklingi og starfsmanni á Landakoti á nánast sama tíma. Í áframhaldinu var ákveðið að skima alla starfsmenn og sjúklinga á spítalanum og hópsmitið kom í ljós. Þá greindust smit hjá starfsfólki og sjúklingum á öðrum deildum spítalans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom þetta starfsfólki verulega á óvart sérstaklega vel hafi verið gætt að sóttvörnum. Hins vegar sé mikil nálægð milli starfsfólks og viðkvæmustu sjúklingana þannig að lítið þurfi út að bregða svo upp komi smit. Starfsfólk sem hefur unnið eftir hópsmitið byrjað að veikjast Heilbrigðisstarfsfólk á Landakoti sem fékk neikvætt úr skimun á föstudag fór í sóttkví B sem þýðir að það starfar áfram á spítalanum en er klætt öflugum hlífðarfatnaði og er með veirumaska. Nú hafa að minnsta kosti tíu starfsmenn úr þessum hópi smitast af veirunni. Alls hafa ríflega 90 manns sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn smitast af veirunnu í hópsýkingunni sem kom upp á fimmtudag. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að spítalinn skoði hópsýkinguna með með smitrakningarteymi almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Hins vegar hefur ekki komið fram að spítalinn ætli í svokallaða rótargreiningu vegna hópsmitsins en það er gert á spítalanum þegar alvarleg atvik koma upp. Starfsmenn sem fréttastofa hefur verið í sambandi við í morgun telja hins vegar nauðsynlegt að læra af þessu atviki og fara í rótargreiningu eins og gert er þegar önnur alvarleg tilvik koma upp á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14
Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18
Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54