Viðskipti erlent

Heathrow missir fyrsta sætið

Atli Ísleifsson skrifar
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á flugsamgöngur alls staðar í heiminum.
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á flugsamgöngur alls staðar í heiminum. Getty

Heathrow-flugvöllur í London hefur í fyrsta sinn misst efsta sætið á listanum yfir umferðarþyngstu flugvelli Evrópu. 

Sé litið til flugumferðar það sem af er árinu 2020 hefur mesta umferðin farið um Charles de Gaulle flugvöll í París.

BBC segir frá því að um 19 milljónir flugfarþega hafi farið um Heathrow á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 19,3 milljónir á Charles de Gaulle flugvelli.

Talsmaður Heathrow segir að Schiphol í Amsterdal og flugvöllurinn í Frankfurt í Þýskalandi fylgi svo fast á hæla þeirra.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á flugsamgöngur alls staðar í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×