Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. október 2020 16:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á von á tillögum frá sóttvarnalækni. Nýjar reglur sem verði hertari taki væntanlega gildi 3. nóvember. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira