Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2020 19:31 Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans síðustu daga eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48